Jóhanna Guðríður Linnet óperusöngkona og söngkennari
Gestur þáttarins er Jóhanna Guðríður Linnet, óperusöngkona og söngkennari.
Umsjón: Viðar Eggertsson.
Jóhanna segir frá afasystur sinni Ragnheiði O. Björnsson og dvöl hjá henni sem barn á akureyri. Einnig frá afbróður sínum. Þau kveiktu áhuga hennar á söng og tónlist. Hún segir einnig frá öðrum tónlistarmönnum sem hún stundaði nám hjá, eins og Sieglinde Kahmann, Sigurði Demtz og Ragnari Björnssyni. Einnig frá námsárum sínum í Hollandi, þattöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins og sýningu Íslenska dansflokksins, Ég dansa við þig, glímunni við krabbameinið sem hefur komið í veg fyrir frekari frama hennar sem söngkonu. Einnig störf sín sem söngkennari og frá nemendum sínum, en hún hefur á síðustu árum kennt að mestu jazz- og rythmískan söng.
Frumflutt
27. feb. 2020
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.