Segðu mér

Ari Ólafsson tónlistarmaður

Ari Ólafsson söngvari þekkir eitraða karlmennsku í fótbolta af eigin raun. Hann æfði með KR þegar hann var yngri en þótt ekki passa í hópinn, var kallaður ?gay? og hommi og lagður í einelti í grunnskóla. Í dag lærir hann við virtan söngskóla í London, hefur leikið á sviði og farið í Eurovision. Hann hefur verið beðinn fyrirgefningar og mætir eigin sögn gerendum sínum af virðingu og skilningi.

Það muna flestir eftir söngvaranum Ara Ólafssyni sem tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2018 með laginu Our Choice aðeins átján ára gamall. Ekki síst vakti athygli hve brosmildur Ari er en mörgum eru líka minnisstæð tár hans, þegar hann grét á úrslitakvöldinu eftir flutning sinn. Hann kveðst alltaf hafa tamið sér sjá jákvæðar hliðar lífsins. ?Ég held ég hafi alltaf verið þannig. Hafi haldið í brosið og jákvæðu hliðarnar. Ég byrja daginn á brosa. Ég brosi stundum á óviðeigandi stöðum þegar maður á vera leiður,? segir Ari sem var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1.

Frumflutt

1. sept. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Þættir

,