Marteinn Þórsson leikstjóri náði botninum í þunglyndi þegar hann vann sem næturvörður á hóteli. Þar fór hann fram á brúnina og ætlaði að svipta sig lífi.
Marteinn Þórsson talar opinskátt um eigið þunglyndi í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1, þar sem hann lýsir alvarlegri geðlægð sem hann lenti í meðan hann vann á næturvöktum á hóteli á Hellu. ?Maður þarf að pikka upp öðru hvoru svona gigg,? segir Marteinn en hann hefur unnið við kvikmyndagerð í mörg ár.
Hann frumsýndi á dögunum kvikmyndina Þorpið í bakgarðinum, þar sem eitt umfjöllunarefna er kvíði og þunglyndi. Myndin er um nauðsyn manneskjunnar til að mynda tengsl, segir Marteinn. ?Við erum félagsverur, við þurfum snertingu, við þurfum faðmlög, við þurfum að tala saman og við getum hjálpað hvert öðru. Það er ekki gott að einangra sig, við þurfum samskipti og geta talað um hlutina. Það var það sem mig langaði að gera, eftir alla þessa reynslu, að geta tekið eitthvað úr henni og miðlað áfram.?
Frumflutt
22. mars 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.