Hjónin Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson
Gestir þáttarins eru hjónin Sævar Þór Jónsson lögfræðingur og Lárus Sigurður Lárusson lögfræðingur og óperusöngvari.
Umsjón: Viðar Eggertsson.
Í þættinum segja þeir Sævar Þór og Lárus Sigurður hvernig þeir kynntust. Þeir segja frá syninum sem þeir ættleiddu og hvernig það var að ganga í gegnum ættleiðingarferlið og síðan að fá barn í hendurnar. Þeir segja frá störfum sínum sem lögmenn og hvernig þeir stóðu að því að stofna eigin lögfræðistofu, Sævar Þór & Partners, og hvernig er að eiga hlutdeild í lífi hvors annars, bæði í vinnunni og heima. Einnig ræða þeir mikilvægi listarinnar og hjónalífið.
Frumflutt
25. feb. 2020
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.