Foreldrar Arons Guðmundssonar stjórnmálafræðings létust með nokkuð skömmu millibili, móðir hans eftir glímu við taugahrörnunarsjúkdóminn MND en faðir hans af slysförum nokkrum árum síðar. Aron hefði aldrei trúað því að annað áfall gæti dunið á eftir að hann missti móður sína. Hann segir mikilvægt að leyfa sér að finna fyrir sorg og að gráta stundum.
Aron Guðmundsson stjórnmálafræðingur og varaformaður MND-félagsins hefur síðustu mánuði unnið að hlaðvarpsþáttum um snjóflóðin í Súðavík. Þættirnir eru lokaverkefni hans í blaða- og fréttamennskunámi sem hann lýkur í sumar. Hann hlakkar til útskriftarinnar en finnur líka fyrir miklum trega yfir því að fólkið sem hefur staðið honum næst í áranna rás, móðir hans og faðir, geta ekki verið á staðnum til að fagna þessum áfanga með honum. Aron var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1 þar sem hann sagði frá missinum og hvernig hann hefur lært að lifa með sorginni.
Frumflutt
2. mars 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.