ok

Segðu mér

Karl Ágúst Úlfsson rithöfundur og leikari

Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur minnist móður sinnar sem lést fyrir fáeinum dögum. Hann segir ómetanlegt að hún hafi fengið tækifæri til að handfjatla skáldsögu sonarins, Eldur í höfði, sem kom út á dögunum. Karl erfði getuna til að sjá glettnu hliðar lífsins frá foreldrum sínum sem hann tileinkar þessa fyrstu skáldsögu sína.

Karl Ágúst Úlfsson rithöfundur og leikari hefur alltaf notið þess að grúska í heimildum um allt milli himins og jarðar. Hann hefur gaman af því að kynna sér hluti, ekki bara á yfirborðinu heldur kafa djúpt og skoða gaumgæfilega. ?Að setja hluti í samhengi, það finnst mér dýrmætt því það hjálpar mér að skilja lífið,? segir hann. Karl hefur alltaf verið hugmyndaríkur, jafnvel svo að honum hefur þótt nóg um. ?Það kom tímabil í lífinu þar sem ég allt í einu varð kvíðinn yfir að ég fengi svo margar hugmyndir að ég gæti aldrei munað þær allar.?

Frumflutt

28. apríl 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Þættir

,