Þörf fyrir því að stuða fólk hefur fylgt Snorra Ásmundssyni listamanni alla tíð. ?Ég hef þessa þörf fyrir að trufla fólk. Það er bara mitt hlutverk,? segir hann. Snorri er skírður í höfuðið á látnum bróður sínum og telur að sorgin sem umlukti hann sem barn hafi haft áhrif á ævibrautina.
Snorri Ásmundsson myndlistarmaður er sannfærður um að ekkert sé heilagt eða utan marka þegar kemur að listinni. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og hafa gjörningar hans strokið mörgu fólki öfugt.
Hann vakti síðast athygli við hátíðahöld á Austurvelli 17. júní þegar hann hélt eigin fjallkonuræðu af svölum í Pósthússtræti, stuttu áður en hin hefðbundna athöfn hófst. Hann hafði nokkrum dögum áður lýst því yfir að hann yrði fyrsta karlkynsfjallkonan. Lögreglumenn höfðu þar afskipti af gjörningnum og bundu enda á hann. Tveimur árum áður vakti hann reiði vegna gjörnings í Hríseyjarkirkju, þar sem hann hélt messu í trássi við starfsreglur Þjóðkirkjunnar.
?Þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér alla tíð, þörf fyrir því að pota og stuða,? segir hann
Frumflutt
26. maí 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.