Þórdís Guðjónsdóttir fararstjóri og veitingahúsahönnuður
Gestur þáttarins er Þórdís Guðjónsdóttir fararstjóri og veitingahúsahönnuður.
Umsjón: Viðar Eggertsson.
Þórdís ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík. Hún segir frá þeim tíma og áttundaáratugnum sem var fullur af bjartsýni og þori og nýjum hugmyndum sem fengu að blómstra á þessu vaxtarskeiði sínu og borgarinnar. Faðir hennar stofnaði ferðaskrifstofuna Ferðamiðstöðina sem bauð upp á ferðir til nýs áfangastaðar fyrir sólþyrsta Íslendinga. Þórdís fór fljótlega að vinna sem fararstjóri enda lærði hún spænsku hratt og gat orðið löndum sínum góð stoð á þessum framandi slóðum. Á Benidorm hitti hún Augustín, Spánverjann sem varð eiginmaður hennar. Þau fluttust til Íslands og í fyllingu tímans opnuðu þau ekta spænskan bar / kaffihús / tapasstað; Kaffi List. Þau eru skilin núna en Augustín hjálpar Þórdísi við að reka staðinn sem hún á núna, Spánski í Ingólfsstræti.
Frumflutt
2. mars 2020
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.