Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og yfirlæknir
Reynir segir frá eiginkonu sinni Steinunni Jónu Sveinsdóttur sem hann missti 2018 eftir baráttu við krabbamein, þau voru heppin með hvort annað og voru mjög samrýmd. Hann var í erilsömu starfi sem yfirmaður á Landspítalanum og háskólaprófessor. Steinunn þýddi skáldssöguna Dvergurinn frá Normandí eftir Lars-Henrik-Olsen en hún fjallar um hvernig hinn frægi Bayeux refill var saumaður í léreft að öllum líkindum í Kent á Englandi um 1076. Refillinn er samfelld myndaröð og lýsir einni mestu orrustu sem orðið hefur á Bretlandseyjum, orustunni við Hastings árið 1066 þegar innrásarlið frá Normandí réðst inn í England og hafði sigur. Refillinn sem er 70,34 metra langur er eitt mesta þjóðargersemi Frakka enn í dag. Steinunn lést áður en henni tókst að ljúka útgáfu bókarinnar og Reynir lofaði henni að hann myndi ljúka verkinu, og nú er bókin komin út.
Reynir Tómas er mættur á söguloftið á Landnámssetrinu og segir ekki frá tilurð refilsins, saumaaðferðinni, ? refilsaum sem er frá tímum víkinga og hvernig refillinn hefur varðveist í gegnum aldirnar. Einnig rekur hann söguna sem myndirnar á reflinum túlka.
Frumflutt
17. maí 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Segðu mér
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.