Síðdegisútvarpið

31. ágúst

Þórður Marelsson og Fríða Halldórsdóttir eru eigendur Fjallavina sem þau stofnuðu árið 2011. Þau hafa bæði óendanlegan áhuga á heilsueflingu á fjöllum, útivist og almennt góðum og heilsusamlegum lífsstíl. Þau koma til okkar í þáttinn og segja okkur frá.

Við ætlum líka ræða við Ólaf J. Skúlason sem er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Ástandið er betra en oft áður hvað varðar mönnun hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra. En hver er ástæðan fyrir því fleira heilbrigðisstarfsfólk fæst í þessi störf við fáum vita það í þættinum í dag.

Alexander Kristjánsson fréttamaður fer með okkur út fyrir landsteinana með því færa okkur erlendann fréttapakka.

Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir hlutu nýverið styrk upp á 3 milljónir úr matvælasjóði til undirbúa og framleiða íslenskar eiturefnalausar húðvörur úr nautatólgi. Við heyru í Hildi á eftir sem talar við okkur frá Akureyri.

Atli Fannar Bjarkason mætir sjálfsögðu til okkar eins og alla fimmtudaga með Meme vikunnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag nýja reglugerð um hert skilyrði fyrir hvalveiðum og strangara eftirlit með þeim. En í gær bárust fréttir þess efns ef við héldum áfram hvalveiðum þá ætti íslenskur kvikmyndainaður von á vera sniðgengin af Hollywood. Við setjum okkur í samband við Baltasar Kormák og fáum hans viðbrögð.

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

30. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,