Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 28. desember

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Bláfjöll í gær en talið er allt fimm þúsund gestir hafi sótt svæðið heim og farið þar á skíði. Bílaröð myndaðist sem náði um tíma til Reykjavíkur og voru langar raðir í miðasölu og lyftur. Einhverjir kvörtuðu undan skipulagsleysi og troðningi. Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna verður á línunni hjá okkur á eftir og við spyrjum hann útí gærdaginn og hvað verði gert til koma í veg fyrir svona ástand skapist aftur.

gjald­skrá Vaðlaheiðarganga tek­ur gildi um ára­mót­in og hækk­ar gjaldið fyr­ir hverja staka ferð en einnig á kort­um sem keypt eru með magnafslætti. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga verður á línunni hjá okkur og við spyrjum hann út í fyrirhugaða hækkun og ræðum við hann almennt um þessi 7,5 kílómetra löngu göng sem liggja á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og tekin voru í notkun fyrir fimm árum síðan.

Húsó heitir glæný íslensk þáttaröð sem hefst hér á RÚV kvöldi nýársdags. Þar kynnumst við ungri konu, henni Heklu, sem hefur farið ítrekað út af sporinu frá unglingsaldri og til þess koma henni inn á beinu brautina er hún skráð til náms í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarson og aðalleikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir segja okkur frá þessum spennandi þáttum sem leiða okkur inn í nýja árið.

Flugeldasala björgunarsveitanna fer hefjast víða um land og áramótabrennur víða fyrirhugaðar. Okkur liggur á forvitni vita hvort hugur landsmanna gagnvart flugeldum breytast ráði og hvort flugeldasalan minnka. Við hringjum í Ómar Örn Sigmundsson í björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal og heyrum bara almennt af stemningunni þar.

Á morgun ætlar vaskur hópur arka upp Esjuna í ferð sem ber yfirskriftina Áfram Klara en þær sem standa fyrir göngunni eru meðal annarra frænkur Klöru litlu sem hefur tekist á við stórar áskoranir eftir hoppukastalaslysið á Akureyri sumarið 2021. Þær ætla gleðjast með gönguhrólfum í lok göngu og njóta veitinga og sömuleiðis safna áheitum fyrir Klöru. Auðbjörg Björnsdóttir er ein þeirra sem ætlar reima á sig gönguskóna á morgun og við heyrum í henni hér á eftir.

En við byrjum á veðrinu, hvernig er spáin næstu daga og hvernig mun viðra á gamlársdagskvöld þegar við kveðjum gamla árið og tökum á móti því nýja. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

28. des. 2023

Aðgengilegt til

27. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,