Síðdegisútvarpið

22.nóvember

Ísraelsmenn hafa samþykkt fjögurra daga vopnahlé á Gaza en forsætisráðherra Ísraels sagði í gær samkomulagið þýði ekki stríðinu lokið. Samkomulagið felur í sér gíslum verði sleppt og flutning hjálparganga til Gaza. Bjarni Pétur Jónsson fréttamaður kemur til okkar á eftir til fara nánar yfir stöðuna fyrir botni miðjarðarhafs.

Í Kastljósinu í gær var fjallað um aðstæður íslenskra kvenna sem afplána í fangelsi hér á landi. Í umjföllun Lindu Blöndal kom fram aðstæðurnar eru vægast sagt slæmar. þar sem nauðsynleg meðferð er ekki í boði og ef þær ekki bata í fangelsi enda flestar aftur á götunni. Linda Blöndal kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðu þessara kvenna með okkur.

Sýningin Orð gegn orði var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um helgina en þetta margverðlaunað verk sem sló í gegn á West End og Broadway. Hér heima er það Ebba Katrín Finnsdóttir sem fer á kostum í sýningunni sem er einleikur settur á svið í Kassanum. Í verkinu er meðal annars tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Ebba Katrín ætlar koma til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir ásamt Þóru Karítas Árnadóttur leikstjóra verksins.

Á aðventu 2023 mun Einar Skúlason ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja á Akureyri í farteskinu til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Einar er annálaður göngugarpur og hann kemur til okkar í lok þáttar og segir frá þessari ástríðu sinni og fyrirhuguðu ferðalagi.

Idol stjörnuleit er fara aftur af stað á Stöð 2 með tilheyrandi tónlistarveislu en þættirnir vöktu mikla lukku síðasta vetur. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er kynnir þáttanna en hún ætlar mæta til okkar á eftir ásamt Sögu Matthildi Idol stjörnu Íslands 2023.

En við byrjum eins og alla miðvikudaga í Brussel en þar er Björn Malmquist fréttamaður.

Frumflutt

22. nóv. 2023

Aðgengilegt til

21. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,