Samfélagið

Rjúpur, seðlaver, málfar og Laufskálinn

Við tölum um rjúpuna í þætti dagsins. Staða rjúpnastofnsins hefur ekki verið góð undanfarin ár. Í sumar var viðkoma rjúpu mæld um allt land og ungar taldir. Niðurstaðan bendir til þess ástand stofnsins síst batna. Við ætlum ræða þetta við Ólaf Karl Nielsen fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Frá árinu 2017 hafa bankarnir rekið sameiginlegt seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir, tekið við peningum, þeir taldir og svo sendir aftur út í hringrásina. Við fengum skoða starfsemina og ræddum við Ragnhildi Geirsdóttur forstjóra reiknistofu bankanna, Eystein Jónsson sem er yfir seðlaveri og fleiri starfsmenn.

Málfarsmínútan er á sínum stað og við fáum heimsókn úr safni RÚV. Það er Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri sem rifjar upp spennandi upptökur úr safninu.

Frumflutt

25. sept. 2023

Aðgengilegt til

25. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,