Samfélagið

Óvinur birkiþélu, orkuskipti í dreifbýli, málfar og dýraspjall

Náttúrulegur óvinur birkiþélunnar er kominn til landsins - Brynja Hrafnkelsdóttir, skógfræðingur, var í skoðunarferð í skógi við Rauðavatn í fyrradag þegar hún varð vör við glænýja tegund sem enn er ekki ljóst hvað heitir, sníkjudýr sem lifir á birkiþélunni sem plagar birkið síðsumars. Framtíð birkisins virðist töluvert bjartari með tilkomu þessara nýju landnema.

Hvernig er best takast á við orkuskipti á landsbyggðinni, hverjar eru áskoranirnar og sóknarfærin og hvernig geta dreifbýl svæði í Evrópu unnið saman? Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi,hefur velt þessu mikið fyrir sér en nýlega fengu hann og fleiri stóran Evrópustyrk til vinna orkuskiptaáætlanir fyrir fimm dreifbýl svæði í Evrópu. Við ræðum við Ottó.

Málfarsmínútan verður á sínum stað.

Vera Illugadóttir kemur svo til okkar í lok þáttar með dýraspjall. Fjölbreytt fána dýra sem þar verður rædd eða allavega hljóðin sem þau gefa frá sér.

Frumflutt

8. sept. 2023

Aðgengilegt til

8. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,