Samfélagið

Fjarskiptatruflanir, dagbækur Sveins og Rauði krossinn tilnefndur

Í gær bárust fréttir af því ekkert símasamband væri sumstaðar í Eddu, húsi íslenskunnar. Ástæðan er sögð koparklæðning utan á húsinu sem hindrar fjarskiptamerki berist inn í húsið. Við ætlum forvitnast um þetta, hvað veldur og hvað annað getur valdið því fjarskipti truflist. Þorleifur Jónasson fjarskiptatæknifræðingur og sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu sest hjá okkur eftir smástund.

Við kynnum okkur dagbækur Sveins Þórarinssonar, amtskrifara á Akureyri. Hann hélt dagbók frá því hann var unglingur fram á dánardag árið 1869 og þykja bækurnar einstakur aldarspegill. Rithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, var sonur Sveins. Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, hefur rannsakað dagbækur Sveins í sumar og unnið því koma þeim yfir á stafrænt form.

Rauði krossinn á Íslandi er tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Í ár beinir dómnefndin sjónum sínum þeim miklu áskorunum sem fólgnar eru í framleiðslu og notkun á textíl. Árið 2021 söfnuðust tæplega 2300 tonn af textílefnum í gegnum fatasöfnunarkerfi Rauða krossins og þetta viðamikla verkefni er semsagt eitt af sjö verkefnum á Norðurlöndunum sem er tilnefnt. Guðbjörg Rut Pálmadóttir hjá Rauða krossinum segir okkur frá þessu á eftir.

Frumflutt

5. sept. 2023

Aðgengilegt til

5. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,