Samfélagið

Gagnýrni á heimildakaup, hollvinir SAK og gamlar dómabækur

Samfélagið heldur áfram fjalla um valkvæðan markað með kolefniseiningar. Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands, hefur verið leiðandi á þessum markaði hér. Á sama tíma og hann hefur trú á sölu kolefniseininga er hann gagnrýninn á þá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfisráðherra, kaupa losunarheimildir af Slóvakíu til gera upp síðara skuldbindingatímabil Kyoto-bókunarinnar.

Við kynnum okkur starfsemi Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri sem nýlega áttu tíu ára afmæli og gáfu spítalanum, sem á bráðum 150 ára afmæli, nýja hryggsjá. Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknar er formaður stjórnar samtakanna.

Ólafur Valdimar Ómarsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, hefur rýnt í gamlar dómabækur og hefur fundið ýmislegt mjög áhugavert.

Frumflutt

4. sept. 2023

Aðgengilegt til

4. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,