Síðdegisútvarpið

Klak, Fred Armisen og til þjónustu reiðubúin

Miklar breytingar hafa orðið á Akureyrarflugvelli síðustu misseri með stækkun flughlaða og fleira því tengdu. Og það eru fleiri breytingar væntanlegar eins og og stærri Fríhöfn, innritunarborð og fleira. Til segja okkur meira af þessu var Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri og umdæmisstjóri Isavia á Akureyri á línunni.

Í morgun var haldin ráðstefna um Jarðhitagarð Orku náttúrunnar á Hellisheiði og þar var áhersla lögð á tækifærin sem felast í starfseminni þar með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Helga Kristín Jóhannsdóttir er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðsins hún kom til okkar og sagði okkur af því allra helsta sem þar kom fram.

Startup Tourism er viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í ferðaþjónustu. hefur lífið verið blásið í hann á í þeirri von tækifæri innan íslenskar ferðaþjónustu skapist. Ásta Sóllilja Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans.komu til okkar á eftir og sögðu betur frá.

Uppistandarinn, leikarinn og trommarinn Fred Armisen er á leið til landsins með nýja sýningu sína. Hún nefnist Comedy for Musicians, but Everybody is Welcome og verður flutt í Háskólabíó á laugardagskvöld. Armisen hefur komið víða við á ferli sínum, var m.a. meðlimur Saturday Night Live í 11 ár og er heilinn á bak við þáttaraðir eins og Portlandia og Documentary Now. Jóhann Alfreð náði í skottið á honum á dögunum og fékk taka púlsinn fyrir komandi Íslandsheimsókn.

Í fyrramálið stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um opinbera þjónustu í Grósku en þar á fjalla um ýmsar hliðar opinberrar þjónustu með áherslu á þjónustuhönnun og notendaupplifun. Til segja okkur allt um rafræna opinbera þjónustu og hvað er verið gera til auka hana hjá Reykjavíkurborg komu til okkar þau Orri Freyr Rúnarsson, samskiptastjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs og Arna Ýr Sævarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu þjónustuhönnunar hjá borginni.

En við byrjuðum á Atla Fannari Bjarkasyni og Meme vikunnar

Lagalisti:

Elvis Presley - Burning Love.

GDRN og Unnsteinn Manuel - Utan þjónustusvæðis.

Bogomil Font og Greiningardeildin - Skítaveður.

Emilíana Torrini - To Be Free.

Ed Sheeran - American Town.

Mannakorn - Á Rauðu Ljósi.

SÍSÍ EY - Ain't Got Nobody.

Alicia Keys - Superwoman.

Kylie Minogue - Padam Padam.

Sykurmolarnir - Birthday.

R.E.M. - All The Way To Reno.

Johnny Cash - Hurt.

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

18. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,