Síðdegisútvarpið

Læknisráð frá Sturlungaöld, sólarsellur, torfhleðsla og Tónaútgáfan

Það kemur víst mörgum á óvart það möguleiki hér á landi þ.e. hafa sólarsellur hjá sér til framleiða rafmagn til eigin nota. Á málþingi hjá Samorku í gær var fjallað um nýtingu birtuorku (sólarorku) á Íslandi. Lovísa Árnadóttir er upplýsingafulltrúi Samorku hún kom til okkar.

Húmor, stjörnur, börn og lækningar: Manneskjan á Sturlungaöld er yfirskrift málþings sem haldið verður í Kakalaskála í Skagafirði á laugardaginn. Ein af þeim sem þarna stígur á stokk er Brynja Þorgeirsdóttir lektor en erindi hennar heitir : „Læknisráð frá tímum Sturlunga: Ráðgátan um elstu norrænu lækningabókina. Brynja kom til okkar á eftir og við rýndum í nokkur læknisráð.

Atli Fannar Bjarkason kom til okkar í dag með það helsta sem stormar á internetinu í MEME vikunnar

Það verða stórtónleikar á Græna hattinum annað kvöld. Farið verður yfir sögu Tónaútgáfunnar í tónum og tali. Þorsteinn G. Gunnarsson þekkir sögu Tónaútgáfunnar og veit allt um viðburðinn, í þokkabót er hann fyrir norðan. Hann var á línunni hjá okkur í þættinum.

Námskeið í torfhleðslu stendur yfir á Tyrfingsstöðum í Skagafirði. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á læra byggja úr torfi, hópur virðist vera stærri en okkur í Síðdegisútvarpinu grunaði, því það er fullt. Verkefnastjóri námskeiðsins er Inga Katrín D Magnúsdóttir, hún er á línunni.

Frumflutt

29. ágúst 2024

Aðgengilegt til

29. ágúst 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,