Síðdegisútvarpið

Íþyngjandi regluverk, rót á kjaraviðræðum, rafmögnuð handboltaspenna og sólarkaffi.

Það þokaðist lítið í kjaraviðræðum í gær og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn í fréttum þar sem hann sagði ósmekklegt og ógeðfellt af Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra nota stöðuna í Grindavík til vinna gegn kjarasamningum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, tók í sama streng og Bjarni og sagði ljóst væri aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. Á línunni hjá okkur á eftir verður Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og við ræðum þessi mál við hann.

Kristjana Arnarsdóttir hefur stýrt EM stofunni með stakri prýði síðustu vikur, með dyggri aðstoð Kára Kristjáns Kristjánssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og saman hafa þau fylgt okkur í gegnum súrt og sætt hjá orrustum íslenska landsliðsins í glænýju og sýndartæknivæddu upptökuveri Sjónvarpsins. Kristjana ætlar kíkja aðeins til okkar í heimsókn og segir okkur frá upplifun þríeykisins úr EM stofunni.

Samtök Iðnaðarins standa fyrir framleiðsluþingi í Hörpu á morgun undir yfirskriftinni Íþyngjandi regluverk á færibandi. Á þinginu verður sjónum beint hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB, gullhúðun laga og regluverks og framkvæmd eftirlits á vegum stofnana ríkisins. Árni Sigurjónsson er formaður Samtaka Iðnaðarins og hann segir okkur betur frá þinginu.

Við spjölluðum hér fyrir viku síðan við fréttaritara okkar í Brussel, hann Björn Malmquist, sem var þá staddur úti í belgískri snjóhríð. Hann sagði okkur þá frá mikilli ófærð í borginni sem hafði áhrif á samgöngur og taldi Björn lítið um það fólk ferðaðist um á reiðhjólum. Björn var víst snarlega leiðréttur eftir spjallið, og við verðum heyra betur af þessari framhaldssögu.

þegar líða tekur á janúarmánuð nær sólin loks klífa yfir hæstu fjallstinda vestfirsku alpanna og sendir geisla niður í byggð. Þá leggst iðulega pönnukökuilmur yfir Ísafjörð og hellt er upp á sólarkaffi á hverju heimili. Ísfirðingafélagið í Reykjavík heldur einnig upp á Sólarkaffi hér syðra og gera það næsta föstudag. Feðgarnir og Ísfirðingarnir Baldur Trausti Hreinsson leikari og sonur hans Tómas Helgi ætla veislustýra kvöldinu og þeir ætla fræða okkur aðeins um Sólarkaffið.

En við byrjum á leiknum sem var ljúka rétt í þessu. Hér er okkar eini sanni Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson enn sér niður.

Frumflutt

24. jan. 2024

Aðgengilegt til

23. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,