Félag atvinnurekenda hefur sent Sorpu erindi vegna mikilla hækkana á gjaldskránni fyrir móttöku á matvælum í umbúðum, sem notuð eru til jarðgerðar. Gjald fyrir móttöku á slíkum úrgangi hefur hækkað um rúmlega 86% frá því á fyrri hluta síðasta árs og er nú enginn munur á gjaldtöku fyrir mótttöku á matvælum og óflokkuðum úrgangi. Við heyrum í Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra félags atvinnurekanda og spurðum hann út í þetta mál.
Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu kom til okkar í þáttinn og útskýrir þessar verðhækkanir fyrir okkur og ástæðurnar fyrir þeim.
Nú eru leikhúsin á Íslandi smám saman að opna dyrnar fyrir og kynna leikárið framundan en eins og venjulega er það fullt af nýju efni. í Borgarleikhúsinu verður nýtt sköpunarverk Ólafs Egils Egilssonar, sem hann vinnur ásamt Völu Krisínu Eiríksdóttur, um manninn sem glatt hefur kynslóðir Íslendinga, fengið okkur til að dansa, syngja og veltast um af hlátri en hér er rætt um Ladda. Ólafur kom til okkar og sagði frá hugmyndinni á bak við verkið.
Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í innheimtu gjalda á vinsælum ferðamannastöðum á landinu. Ferðamálastjóri lét hafa eftir sér í vikunni að hálfgert stjórnleysi ríki í málaflokknum En hverjar eru reglurnar og hvaða línur hafa verið lagðar? Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar leiddi okkur í allan sannleika um það í þættinum. .
Okkur í Síðdegisútvarpinu hefur borist það til eyrna að það sé farið að snjóa á Siglufirði og er það sannarlega steinn í götu þeirra sem stefndu þangað í berjamó, enda leitin af öðrum eins svæðum til að týna ber. Það er aðeins eitt í stöðunni og það var að hringja í Egil Rögnvaldsson sem ekkert er óviðkomandi á Siglufirði.
Líkt og komið hefur fram í fréttum hefur verið lokað fyrir heita vatnið í öllum Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti frá því kl. 22 í gærkvöldi og verður til hádegis á morgun en þetta er vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu. Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna og hún kom til okkar.