Andrés Jónsson almannatengill kemur til okkar á eftir við ætlum að ræða við hann um breytingarnar á ríkisstjórninni og þróunina í forsetakosningunum. Eru línur farnar að skýrast um hverjir verða efstir í slagnum um Bessastaði og ýmislegt fleira hér á eftir.
framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um Kalmann Óðinsson sem er sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn. Bækurnar hafa slegið í gegn en það er Joachim B Schmidt sem skrifar bækunar, en kristóer Dignus, hinni kunni kvikmyndagerðamaður sem ætlar að taka að sér leikstjórn þáttanna. Bækurnar hafa náð heimsathygli og meðal annars legið hreinlega í gegn í Sviss. Kristófer kemur til okkar ásamt Joachim.
Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur verður á línunni hjá okkur á eftir en Bolungarvík fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli í dag. Jón Páll er staddur á fjórðungsþingi Vestfirðinga sem fram fer á Ísafirði og við ætlum að spyrjast fregna af þinginu og ræða við hann um stöðuna í Bolungarvík á þessum merku tímamótum.
Í Herramannaskólanum er hægt að læra hvernig karlmenn eiga að klæða sig sem best, hvernig bindi passar við hvaða jakka, hvernig skór við hvaða buxur, hvort neðsta talan á jakkanum eigi að vera hneppt eða ekki ? Þeir Ísak Einar Ágústsson og Fróði Kjartan Rúnarsson fóru nýlega af stað með herramannaskóla á vegum fyrirtækis síns sem heitir Jökull & Co og þeir koma til okkar og segja frá.
Þær áhugaverður fréttir bárust í gær að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði úrskurðað að svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Um tvö þúsund svissneskar konur á áttræðisaldri höfuðu dómsmál gegn svissneska ríkinu. Konurnar héldu því fram að stjórnvöld bryti á mannréttindum sínum með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Við ætlum að heyra í formanni Landverndar, Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, sem er stöd í Færeyjum á fundi með samnorrænum umhverfissamtökum. Hún fer yfir þetta allt saman.
En við byrjum á þessu. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Vísir greindi frá þessu í dag en úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til listafólk til þess að sniðganga hátíðina og flestir svarað því kalli.
Umsjónarmenn voru Guðrún Dís Emilsdóttir og Valur Grettisson