Í niðurstöðum skýrslu um mögulegan flugvöll í Hvassahrauni, sem kynnt var í morgun, kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu, veðurfarslega, að halda áfram undirbúningi að byggingu vallarins. Markmið starfshópsins var að kanna möguleikann á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir kennslu-, æfinga- og einkaflug. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, kom til okkar til og fór yfir framhaldið.
Stása Þorvaldsdóttir, sem við þekkjum úr þáttunum Með okkar augum býður til hausttónleika í Hannesarholti ásamt vinum sínum, Védísi, Guðmundi og Kristjáni núna á fimmtudaginn. Hún kom til okkar og söng eitt lag ásamt Guðmundi Annas Árnasyni sem lék á gítar.
CBD, eða Cannabidiol, er eitt umræddasta efnið í heilsugeiranum í dag en af einhverjum ástæðum er lítið talað um hvað er vitað um virkni þess. CBD er unnið úr kannabis plöntunni en plantan sjálf hefur verið notuð sem lækningarjurt í mörg þúsund ár. Nú er á leiðinni til landsins slóvensk kona að nafni Jasna en hún er stofnandi og formaður samtakanna Medica sem eru samtök hjúkrunarfólks og annara sem vinna með kannabínóða við meðhöndlun sjúklinga. Guðrún Bergmann hefur kynnst sér sögu Jösnu og þessara samtaka og kom til okkar á eftir og segir okkur frá.
Í grein sem blaðamaðurinn Magnús Jochum Pálsson skrifar á Vísi í dag er að finna áhugaverðar niðurstöður um það hver segir hvað á Alþingi og koma koppagrundir þar við sögu. Í greininni er m.a. fjallað um Ingu Sæland og hversu tíðrætt henni er um froðu sem flæðir „um allar koppagrundir“ . Magnús fór í þó nokkra rannsóknarvinnu um málið og komst að því að nokkrir aðrir þingmenn noti orðið óspart en þó mest tveir þingmenn sem báðir hafa alist upp eða búið í áratugi á Ólafsfirði. Og svo veltir Magnús því fyrir sér hvað orðið þýði þ.e, koppagrundir. Magnús kom til okkar á eftir og sagði frá.
Og nú þegar laxveiðitímabilinu er að ljúka spurðum við hvernig var sumarið hjá laxveiðifólki? Brynjar Þór Hreggviðsson veit allt um það og kom í spjall.
Innrás Ísraelshers í Líbanon hófst í nótt. Herinn tilkynnti í gærkvöldi að hann væri að hefja markvissa og takmarkaða innrás í sunnanverðu Líbanon sem beindist að bækistöðum Hezbollah-samtakanna. Til okkar kom Hallgrímur Indriðason fréttamaður sem hefur fylgst vel með þessum fréttum.
Lagalisti:
Nýdönsk - Flugvélar.
Kaleo - USA Today.
Flettwood Mac - Don't Stop.
U2 - The Unforgettable Fire.
Mika - Relax.
GDRN - Parísarhjól.
Elín Hall - Er nauðsynlegt að skjóta þá?.
Foster The People - Sit Next To Me.
Í Svörtum Fötum - Dag Sem Dimma Nátt.
Sigurður Guðmundsson og Bríet - Komast heim.
Ezra Collective og Yazmin Lacey - God Gave Me Feet For Dancing.
ABBA - The Name of the game