Í gær bárust fréttir af því að frá og með deginum í dag muni Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Óhætt er að segja að þessar fréttir hafi vakið hörð viðbrögð og hefur fjöldi fólks gert athugasemd við þetta og látið í ljós óánægju sína meðal annars á samfélagsmiðlum. Síðan að innleiðing nýja flokkunarkerfisins hófst hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins sótt 24 milljónir poka sem ættu að duga höfuðborgarsvæðinu öllu í eitt og hálft til tvö ár miðað við að skipt sé um poka annan til þriðja hvern dag. En hvers vegna er þessi ákvörðun tekin og óttast menn ekki að hún muni verða til þess að fólk hætti að flokka lífrænan úrgang ? Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu kemur til okkar.
Við heyrum í Arnari Björssyni fréttamanni sem er staddur í Grindavík þar sem að björgunaraðgerðir standa yfir, en óttast er að maður sem að var einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu hafi fallið ofan í spurngu fyrr í dag.
Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024. Fyrir fjórum árum var hætt að dreifa fjölpósti á suðvesturhorni landsins. Íbúar á því svæði urðu þó ekki varir við það enda er þar virk samkeppni um verkefnið og önnur fyrirtæki tóku að sér að dreifa fjölpósti. Nú hafa þingkonurnar Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir ritað grein sem birtist í Austurfrétt þar sem þær gagnrýna þessa ákvörðun Íslandspóst og benda á að fyrir liggi að víða í dreifbýli og á minni þéttbýlisstöðum muni enginn grípa boltann. Halla Signý er línunni verður á línunni hjá okkur.
Það styttist í fyrsta leik íslenska handboltalandsliðsins á EM en hann verður á föstudaginn þegar við mætum serbum klukkan 17:00. Mótið hefst hinsvegar í dag og búist er við því að áhorfendamet í handbolta verði sett í kvöld er heimamenn í Þýskalandi taka á móti Sviss en talið er að 53,000 manns muni mæta á leikinn. Við ætlum að sjálfssögðu að taka stöðuna á stemningunni úti og heyra í Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni.
María Jóngerð Gunnlaugsdóttir er nemi á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands sem setti fram áhugaverða auglýsingu á FB á dögunum þar sem hún auglýsir eftir leikkonum 55 ára og eldri til að leika í útskriftarverkefni hennar þar sem fjallað verður um færeyska bingómenningu. Engin menntun eða reynsla nauðsynleg segir María í auglýsingunni. Við heyrum í Maríu i þættinum.
Margir nota tækifærið í upphafi árs að breyta um lífsstíl, sumir fara áfengisbindindi, aðrir byrja í ræktinni, og margir reyna vinna bug á sykurlönguninni. En hvernig er best að gera það ? Hvað kemur í staðinn fyrir sykur og þar með orku - Inga Kristjánsdóttir er næringarþerapisti og eitt af því sem hún fæst við er að hjálpa fólki að hætta að borða sykur. Við heyrum í henni
Við tölum nú ekki oft um evrópsk stjórnmál við okkar mann í Brussel - en það bar hins vegar til tíðinda um síðustu helgi að einn af leiðtogum Evrópusambandsins ákvað að segja af sér í sumar - nokkrum mánuðum áður en skipunartími hans rennur út. Björn Malmquist okkar maður í Brussel ætlar að reyna að útskýra þetta fyrir okkur og hvað afsögn hans þýðir.