Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 5. janúar

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Þorpinu vistfélagi, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag tímabært ræða lest sem myndi tengja Reykjavík og Akureyri um Suðurland yfir Kjöl. Í greininni segir Runólfur þróun lestarsamgangna sem grunnþáttur í hröðum og umhverfisvænum almenningssamgöngum víða um heim hafi verið gríðarleg. Runólfur kemur til okkar og ræðir hversu raunhæfar lestarsamgöngur séu hér á landi

Við fáum vita það nánast hér í beinni útsendingu í Síðdegisútvarpinu hver það verður sem hlýtur viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning á árinu 2023. Þau verðlaun kallast Krókurinn og eflaust fjölmargt íslenskt tónlistarfólk sem kemur til greina en við fáum vonandi taka stutt spjall við verðlaunahafa hér á eftir.

nýafstöðnu jólabókaflóði er freistandi hlera hvernig bóksala var hér á landi á síðasta ári. Er salan meiri eða minni eða eru teikn á lofti? Var einhver flokkur bóka sem rataði frekar á náttborð lesenda en annar. Eru það glæpasögurnar sem eiga hug okkar allan eða eru barnabækur sækja í sig veðrið? Anna Lea Friðriksdóttir er bóksali og bókaútgefandi og hún ætlar reyna svara þessum og fleiri spurningum okkar um bókaþjóðina Ísland.

Bransadagur tæknifólks verður haldinn í fyrsta skipti í Hörpu mánudaginn 8. janúar. Þar verður bryddað upp á fjölbreyttri dagskrá með innlendum og erlendum sérfræðingum sem eiga erindi við fagfólk í lýsinga-, hljóð- og myndlausnum ásamt sviðstækni, kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu. Andri Guðmundsson og Ingi Bekk vita allt um bransann og upplýsa okkur hér á eftir um þessa tæknimessu.

Á sunnudaginn verður sýndur fyrsti þáttur af fjórum í heimildarþáttaröð sem nefnist Fangar Breta. Í seinni heimsstyrjöldinni handtóku Bretar tæplega fimmtíu Íslendinga, fluttu þá til Englands og lokuðu þá inni mánuðum og árum saman án dóms og laga. Þáttaröðin Fangar Breta segir sögu þessa fólks á fróðlegan hátt.

Sjö Vestfirðingar voru handteknir sumarið 1941 og þeim gefið sök hafa falið ungan þýskan mann. Yngsti fanginn var sautján ára stúlka. Sindri Freysson er handrtshöfundur þáttana og kemur hingað í heimsókn.

Kuldaboli er á ferðinni víða á norðurlöndum, m.a. fær finnska þjóðin kenna á því þessa dagana í bítandi frosti. Magnús Logi Kristinsson listamaður býr í Helsinki og hann er hér á línunni.

Frumflutt

5. jan. 2024

Aðgengilegt til

4. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,