Síðdegisútvarpið

Hamingjumæling hjá landsmönnum, Ásbrú og Björn i Brussel

Viðskiptavinur Góða hirðisins rak upp stór augu þegar hann IKEA blóamvasi kostaði meira þar en sami blómavasi í IKEA. Hafði þessi viðskiptavinur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni og þá sérstaklega með tilliti til mannúðar og umhverfissjónarmiða. Fólk sem hafi minna á milli handanna eigi orðið erfiðara með versla á nytjamarkaðinum en einnig veltir viðskiptavinurinn því fyrir sér hvort hringrásarhagkerfið sem ætti vera hagkvæmara öllu leyti einhverju leyti kostnaðarsamara en versla vörur skynditískunnar. Við æltum ræða þessi mál við Gunna Dofra Ólafsson samskiptastjóra Sorpu hér á eftir.

hefur fengist leyfi til þess opna Húsatóftavöll við Grindavík á nýjan leik eftir mikla óvissutíma. Þetta eru jákvæðar og góðar fréttir sögn Helga Dans Steinssonar framkvæmdastjóra Golfklúbbs Grindavíkur. Við hringjum til Grindavíkur á eftir og tökum stöðuna á Helga Dan og spyrjum hvort golfarar séu farnir flykkjast á völlinn.

liggja fyrir sjóðheitar niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna þar sem kemur meðal annars fram hvar hamingja íbúa mælist mest á landinu en einnig hvar hún mælist minnst. Vífill Karlsson ráðgjafi hjá SSV og prófessor við Háskólann á Bifröst hefur veg og vanda framkvæmd könnunarinnar og hann ætlar segja okkur betur frá henni á eftir ásamt helstu niðurstöðum.

Það eru stór plön framundan á Ásbrú í Reykjanesbæ en þar er stefnt því reisa einar 800 íbúðir á næstu árum. Kadeco þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins mun stýra uppbyggingunni og við ætlum til í Síðdegisútvarpið á eftir Pálma Frey Randversson forstjóra Kadeco og spyrja út í þessi risa framkvæmd á Ásbrú.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar íhugar núað hefja gjaldtöku á bílastæðinu við Gróttuvita á Seltjarnarnesi. Hvers vegna og hvert myndu tekjurnar renna ? Við ræðum við Þór Sigurgeirsson bæjarstjóra á eftir.

En eins og svo oft á miðvikudögum þá byrjum við á Birni Malmquist í Brussel.

Frumflutt

12. júní 2024

Aðgengilegt til

12. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,