Síðdegisútvarpið

Innflytjendum fjölgar mest á Íslandi,SÁÁ nær samningum og Vignir Vatnar

Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda vera ofar á stefnuskránni. . Þetta er meðal efnis nýrrar úttektar frá OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) sem unnin var fyrir félags- og vinnumarkaðsráuneytið og kynnt var á blaðamannafundi í morgun Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD kom til okkar.

SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands skrifuðu undir samning á Vogi í gær um frekari áherslur í móttöku og viðhaldsmeðferð fyrir fólk með ópíóíðafíkn. Þetta mun fimmfalda þann fjölda sem hægt er veita meðferð við ópíóíðafíkn. En er pláss fyrir alla þá sem á þurfa halda í meðferð og hvernig verður framkvæmdahliðin á þessu - Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ kom til okkar og sagði frá.

Við heyrðum af íslenska landsliðiðinu okkar í motocrossi sem heldur út til Belgíu og Bretlands í september og október og tekur þátt í stærsta viðburði í motorcrossi í heiminum en í kvöld verður bingó þeim til styrktar.

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson vann sigur á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkrum dögum á spænsku eyjunni Tenerife. Hann er kominn til Kanaríeyja þar sem hann teflir á öðru alþjóðlegu móti. Við hringdum til Kanarí og heyrðum í þessum stigahæsta skákmanni Íslands.

Skýrsla um orsök brunans í Grenfell fjölbýlishúsinu í Lundúnum 14. júní 2017 var birt kl. 10 í morgun. Og til okkar kom Hallgrímur Indriðason fréttamaður sem hefur kynnt sér málið í dag.

Frumflutt

4. sept. 2024

Aðgengilegt til

4. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,