Kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM af Kviku banka hefur vakið athygli en greint var frá því á sunnudag að Landsbankinn og Kvika banki hefðu náð saman um kaup bankans á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna. Bankasýslan segist ekki hafa verið upplýst um kaupin. Ríkið á 98,2% prósent í bankanum. Á vettvangi stjórnmálanna er málið eldfimmt. En eiga fjárfestingar ríkisbanka að byggja á persónulegum skoðunum stjórnmálamanna? Okkur í Síðdegisútvarpinu finnst málið vera ein allsherjar flækja. Til að fara yfir þetta með okkur kemur til okkar dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur.
Í gær var haldin ráðstefna fyrir fagfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins og lögreglu um samvinnu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur leitt verkefni innan ráðuneytisins á síðustu árum sem snýr að samræmingu verklagsins og að hennar sögn er afar mikilvægt að samræma áhættumat fagfólks í slíkri þjónustu. Drífa ætlar að koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá þessu og fara yfir það hvar verkefnið sem hún leiðir innan ráðuneytisins er statt.
Vorfundur Landsnets fer fram í Hörpu á fimmtudagsmorgun undir yfirskriftinni ORKUÖRYGGI - HVERJU GETUM VIÐ ÁORKAÐ? Þar sem fjallað verður um mikilvægi flutningskerfisins og því velt upp hvort framtíðin sé orkuörugg, fyrirsjáanleg og ljós. Og líka hvort það sé orkuskortur fram undan á næstu árum. Mun Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og umhverfisráðherra ávarpa fundnn. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnet, kemur til okkar.
Húshitunarkostnaður í Grýtubakkahreppi er sá þriðji hæsti á landinu og nú hefur sveitastjórn Grýtubakkahrepps farið fram á að gjaldskrá Reykjaveitu þaðan sem íbúar sveitarfélagsins fá heitt vatn verði ekki meira en 30% hærri en aðalveita Norðurorku frá 1.janúar árið 2026 en gjaldskráin er um þessar mundir 60% hærri en sú sem notendur aðalveitunnar greiða. Við ætlum að fá Þröst Friðfinnsson sveitarstjóra Grýtubakkahrepps til að útskýra þetta mál fyrir okkur á eftir.
Í kvöldfréttum stöðvar 2 í vikunni var rætt við móður sem að lenti í því að sjö mánaða gamalt barn hennar flæktist í hári hennar og litlu munaði að barnið myndi kafna. Snör viðbrögð konunnar urðu til þess að betur fór en áhorfðist og með aðstoð nágranna hennar náðist að bjarga barninu. Móðirin hafði tekið barn sitt upp í rúm til sín um miðja nótt og vekja slys eins og þetta eðlilega fólk til umhugsunar um að hætturnar leynast víða. Við ætlum að heyra í Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingi og sérfræðingi í slysavörnum barna á eftir og ræða við hana um öryggi ungbarna.
En við byrjum á þessu: Enn gýs við Sundhnjúksgíga og á línunni hjá okkur er Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur með meiru.
Lagalisti:
MÚGSEFJUN - Lauslát.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Undir Þínum Áhrifum.
Júlí Heiðar, PATRi!K - Heim.
SSSól - Háspenna lífshætta.
eee gee - More than a Woman.
AXEL FLÓVENT - City dream.
BJÖRN JÖRUNDUR & RAGGA GRÖNDAL - Reiknaðu með mér.
Murad, Bashar - Wild West.
DIKTA - From Now On.
McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers.
BEATLES - Eleanor Rigby.