Síðdegisútvarpið

Sóltún, sólstormar og Steinunn Ólína á grillið

Hvernig tengjast landris og sólstormur, ekki neitt auðvitað, en stormurinn ruglar aðeins í öllum mælitækjum sem gerir það verkum erfiðara er mæla landris á Reykjanesskaganum. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur verður á línunni.

Golf er vinsæl íþrótt á Íslandi og samkvæmt Wikipediu voru uþb. 24.200 kylfingar eru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið árið 2023 sem var 4% aukning á milli ára. Miðað við höfðatölu eru 6,2% Íslendinga skráðir í golfklúbb sem er hæsta hlutfall í Evrópu. Við ætlum ræða golfíþróttina við Brynjar Eldon Geirsson sem er framkvæmdastjóri Golfsambandsins.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vill verða næsti forseti Íslands. Hún hefur verið mjög gagnrýnin á ríkisstjórnina, og ekki síst fyrrverandi forsætisráðherra sem einnig sækist eftir sama embætti. Hún verður hjá okkur á Grillinu og er fimmti forsetaframbjóðandinn sem heimsækir okkur.

Við ræddum við læknana Einar Stefánsson og Gest Pálsson fyrir helgi, en eiginkonur þeirra eru á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þeir hafa verið afar gagnrýnir á Reginn, eigendur hússins, ætli í miklar framkvæmdir í húsinu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Regins, er kominn til okkar.

Frumflutt

13. maí 2024

Aðgengilegt til

13. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,