Síðdegisútvarpið

Elskuleg, utanríkisráðherra í New York, Bergrisar, og Endurtekið

79. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York stendur sem hæst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hélt utan til Bandaríkjanna á mánudaginn til taka þátt í ráðherraviku sem haldin er árlega í upphafi allsherjarþingsins, en hún flytur svo ávarp í sjálfu þinginu á laugardaginn. Við heyrum í Þórdísi Kolbrúnu eftir smá stund.

eru allir tala um hvað við getum gert fyrir unga fólkið okkar í ljósi liðinna atburða. Þetta getum við gert: Gripið ungmenni í vanlíðan snemma og hjálpað þeim með hlustum og handleiðslu fagaðila!

Svona hefst færsla leikkonunnar Unnar Aspar á Facebook í vikunni. Hún er ein þeirra sem staðið hefur símavaktina fyrir BERGIÐheadspace í safna bergrisum. BergiðHEADSPACE er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Markmið Bergsins er bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu og enga biðlista. Unnur Ösp Stefánsdóttir kemur á eftir.

Íslensk kvikmyndagerð er í hávegum höfð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í Háskólabíói á fimmtudag í næstu viku, þann 26. september og stendur yfir til 6. október. Úrvalið af leiknu efni og heimildarmyndum, eftir íslendinga eða um Ísland, hefur raunar aldrei verið meira en á RIFF en hátíðin er haldin í 21. sinn.

Opnunarmyndin nefnist Elskling eða Elskuleg og er eftir Lilju Ingólfsdóttur en þetta er fyrsta mynd þessarar norsk/íslensku leikstýru sem kemur til okkar í Síðdegisútvarpið i dag.

Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson umsjónarmenn þáttanna Endurtekið mæta til okkar á eftir með uppskrift í rassvasanum og segja okkur frá efni þáttar kvöldsins. Þar munum við meðal annars sjá hvernig stjörnukokkur slær upp veislu úr hráefnum sem hefðu annars endað í ruslinu og við hittum ruslara sem dýfa sér í gáma í leit mat.

Ofhugsun er glæný uppistandssýning og jafnframt frumraun Ásgeirs Inga Gunnarssonar í uppistands senunni á Íslandi.

Sýningin gefur innsýn í hugarheim næstum 30 ára leikara og verðandi föður sem hugsar mjög mikið um lífið og tilveruna eða réttar sagt ofhugsar hlutina. Ásgeir kemur til okkar í lok þáttar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um íslenska skólakerfið og svo virðist sem sífelldar breytingar á námsmati, námskrá, niðurfellingu samræmdra prófa, lakar niðurstöður í Pisa könnunum, og drengir eiga erfiðara með lesa sér til gagns, og notkun samfélagsmiðla hefur ekki hjálpað til í skapa sátt um skólakerfið. Í grein sem Kristján Hrafn Guðmundsson fyrrverandi grunnskólakennari og faðir þriggja barna skrifaði á Vísi í geir og ber yfirskriftina Hvar er grunnskólinn, veltir Kristján því fyrir sér á hvaða leið íslenski grunnskólinn og við fáum hann til okkar á eftir til svara því.

Frumflutt

26. sept. 2024

Aðgengilegt til

26. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,