Það er gul viðvörun í dag ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi vegagerðarinnar ætlar að fara yfir umferðaröryggi og færð á vegum.
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, hefur mátt þola hótanir og áreiti af hálfu sama mannsins í 3 ár. Hótanir hafa borist með tölvupóstum og hafa sumar einnig beinst að fjölskyldu Helga. Hann er þó ekki eini maðurinn í stjórnkerfinu sem hefur mátt þola óvenjulegar ofsóknir af þessari tegund. Helgi Magnús verður með okkur í dag.
Ísland hefur aldrei mælst neðar í vísitölu spillingarásýndar Transparency International en það gerir nú. Ísland missir tvö stig í vísitölunni á milli ára. Ísland er í 19. sæti listans af 180 löndum, og lægst Norðurlanda.
Formaður Transparency International á Íslandi, Árni Múli Jónasson, kemur og fer yfir spillingu á Íslandi og hvernig samtökin finna þetta út.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fer yfir umfangsmikil bændamótmæli í Evrópu síðustu daga. Leiðtogar Evrópuríkja hittast í Brussel á morgun og allar líkur eru á að þeir ræði áhyggjur bænda sem vilja víðtækari stuðning frá yfirvöldum.
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri jafnréttismála á skóla- og frístundasviði, útskýrir fyrir okkur Viku 6 sem fjallar um kynheilbrigði.
Sólveig Birna Elísabetardóttir forseti stúdentafélags Háskólans á Akureyri segir okkur frá því að annað kvöld bjóðist Akureyringum og nærsveitarmönnum að perla að krafi fyrir Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, í Háskólanum á Akureyri.