Síðdegisútvarpið

Peppandi, Heimsókn Höllu forseta til Köben og stuttir bæjarstjórnarfundir á nesinu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Framkvæmdasýslan Ríkiseignir, Eik fasteignafélag hf. og Alor ehf. hafa gert með sér samstarfssamning sem kveður á um uppsetningu á búnaði til þess framleiða og geyma birtuorku sem framleidd verður á þaki byggingar Borgartúni 26. Í byggingunni er umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið með starfsstöðvar sínar, sem og fleiri opinberir aðilar.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-orku-og-loftslagsraherra og Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastýra Alor sem sérhæfir sig í framleiðslu og geymslu sólarorku eða birtuorku komu til okkar og sögðu okkur betur frá.

Bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness hef­ur ósjald­an kom­ist í frétt­irn­ar fyr­ir vera snögg af­greiða mál­in. Enn einn stutti fund­ur­inn var hald­inn á miðviku­dag­inn í síðustu viku og stóð hann aðeins yfir í sex mín­út­ur. En hver er galdurinn á bak við stuttan fundartíma ? Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri sagði okkur allt um galdurinn á bak við stutta fundi.

Peppandi nefnist fyrirlestarröð og fyrirlesturinn sjálfur nefnist ,,Þú ert frábær!” Allt snýst þetta um valdeflingu, hugrekki, heiðarleika og jákvæðni. Kristján Hafþórsson er maðurinn á bak við jákvæðnina og hann kom til okkar.

Tónlistarhátíðin Erki Tíð og Tónskáldasjóður RÚV og Stefs efna til samkeppni um nýtt raftónverk eða hljóðverk. Tónverkið þarf vera með tilvísun í íslenska raftónlist í gegnum tíðina, þ.e. frá upphafi raftónlistar á íslandi (1959) til dagsins í dag. Ríkharður H. Friðriksson veit meira um málið, hann mætti til okkar.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, héldu fyrr í dag til Danmerkur vegna ríkisheimsóknar sem hefst í Kaupmannahöfn á morgun, þriðjudaginn 8. október. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótttir utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd.

Hefð er fyrir því fyrsta ríkisheimsókn nýs forseta í embætti til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsóknin sem Danir bjóða til eftir Friðrik X. varð konungur. Markmið heimsóknarinnar er styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna. Við hringdum til Kaupmannahafnar og heyrðum í Höllu Benediktsdóttur umsjónarmanni í Jónshúsi og heyrðum af undirbúningi heimsóknarinnar.

Frumflutt

7. okt. 2024

Aðgengilegt til

7. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,