Endómetríósa (legslímuflakk) er alvarlegur sjúkdómur sem veldur verkjum, ófrjósemi og skerðir lífsgæði. Vitundarvakning um sjúkdóminn hefur aukist, ekki síst vegna vandaðrar fræðslu á vegum Endósamtakanna. Jón Ívar Einarsson læknir framkvæmir aðgerðir við Edómetríósu en þessar aðgerðir hafa aukið lífsgæði hundruða kvenna á öruggan og hagkvæman hátt. Jón Ívar kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.
Farþegar strætó sem ekki greiða rétt fargjald geta átt von á sektum frá og með næstu mánaðamótum. Við heyrum í Jóhannesi Svavari Rúnarssyni framkvæmdarstjóra Strætó og spyrjum hann út í þetta ásamt ýmsum öðrum breytingum sem verða hjá strætó á næstunni.
Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur er einn íbúa Grindavíkur sem þurfti að rýma heimili sitt þann 10. nóvember sl. eins líkt og aðrir íbúar bæjarins. Kristín hefur verið dugleg að deila upplifunum sínum á samfélagsmiðlum, reynt að gefa okkur hinum aðeins í hugarlund hvað fólk er að glíma við í svona aðstæðum. Kristín kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þessu öllu saman.
Eitthvað hefur verið um það undanfarið að fólk geri sér ferð í endurvinnslustöðvar Sorpu til þess að taka hluti úr gámum og hafa þessar uppákomur að sögn Gunnars Dofra Ólafssonar samskiptastjóra Sorpu endað með átökum. Við ætlum að forvitnast betur um málið og heyra í Gunnari Dofra á eftir.
Mitt í jólastressinu ætla Jónas Sig og Lára Rúnars bjóða upp á Satsang & Söng í Móum Studio í kvöld en satsang þýðir samkoma sannleikans. Orðið satsang er dregið af sanskrít, þar sem 'sat' þýðir "hreinleiki eða sannleikur" og 'sanga' þýðir "í hópi eða félagi". Megintilgangur er að hver geti speglað sig í sannleika þess sem talar frá hjartanu. Já við ætlum að fræðast um þetta og ræða við Láru um andlega iðkun og nauðsyn hennar.
Verkfall flugumferðastjóra skall á klukkan fjögur í nótt og stóð til klukkan 10 í morgun. Verkfallið hafði veruleg áhrif á starfssemi flugfélaga sem fljúga til og frá landinu en meðan á vinnustöðvuninni stóð stöðvaðist allt flug á áðurnefndum tíma að undanskildu sjúkraflugi og flugi á vegum Landhelgisgæslunnar. Engin niðurstaða náðist á fundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær og var honum frestað í gærkvöldi og hófust viðræður á ný hjá Ríkissáttasemjara klukkkan þrjú í dag. Náist ekki samningar stefna flugumferðastjórar á aðra vinnustöðvun á fimmtudag og svo tvisvar í næstu viku. Á línunni hjá okkur er Birgir Jónsson forstjóri Play.