Síðdegisútvarpið

Útlendingaumræða, Grindavík opnuð á ný og helstu menningarfréttirnar

Lögreglustjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum tilkynnti í dag Grindvíkingar dvelja í bænum allan sólarhringinn samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi í fyrramálið. Það er gert á eigin ábyrgð, ítrekað er innviðir séu í lamasessi og enn hætta á ferðum.Formaður bæjarráðs Grindavíkur (og lögreglumaður), Hjálmar Hallgrímsson, er á línunni en íbúafundur verður haldinn klukkan fimm í dag.

Margir lyftu augabrúnum eftir viðtal Kristrúnar Frostadóttur við hlaðvarpsstjóranda Einnar Pælingar, þar sem hún fór yfir útlendingamálin. Sumum finnst eins og nýr tónn hafi almennt verið sleginn í þessari umræðu. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kemur til okkar og ræðir þennan meinta nýja tón Samfylkingarinnar í útlendingamálum, sem og umræðuna í heild sinni.

Barnabækur hafa rokið upp í sölu samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Er það sett í samhengi við fregnir af slöku gengi íslenskra barna í PISA könnunni. Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefanda kemur til okkar og ræðir um bækur.

Ritstjóri Menningarsmyglsins, Ásgeir Ingólfsson verður á línunni frá Berlín og ætlar ræða við okkur um bresku kvikmyndaverðlaunin Bafta og hvað úrslitin þýða fyrir aðrar hátíðir. Auk þess sem Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín er við það hefjast.

Menningamálaráðherra tilkynnti í dag um nýja þjóðaróperu sem verður hluti af Þjóðleikhúsinu, en aðalaðset­ur henn­ar verður í Hörpu sem mun aðlaga rými sín fyr­ir aukna óperu­starf­semi í hús­inu. Þá er gert ráð fyr­ir sýn­ing­ar verði í Hörpu, í Hofi á Ak­ur­eyri og víðar. Þjóðarópera verður skipuð tólf ein­söngvur­um og sex­tán manns í kór, auk fasts starfs­fólks.Giss­ur Páll Giss­ur­ar­son, söngv­ari og formaður Klass­ís, fræðir okkur um þessar hugmyndir.

Þá stendur til umbreyta lýsistönkum á Raufarhöfn í tónleikasal.

Lagalistinn:

Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.

LAUFEY - Everything I know about love.

BOB MARLEY & THE WAILERS - Could You Be Loved.

Swift, Taylor - Is It Over Now (Taylor's Version).

Júlí Heiðar - Farfuglar.

Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).

NO DOUBT - Underneath it all.

THE BAMBOOS - Ex-Files.

PÁLMI GUNNARSSON - Núna.

Frumflutt

19. feb. 2024

Aðgengilegt til

18. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,