Bilun varð í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en enn er unnið að greiningu og viðgerð. Bilunin hefur áhrif á framleiðslu heits vatns og rafmagns. Gripið hefur verið til skerðinga á raforku hjá skerðanlegum notendum. Breki Logason er Samskiptastjóri Orkuveiturnar við heyrum í honum í þættinum.
Sóley Kristjáns varð 46 ára í lok ágúst, hún komst að því fyrr á árinu að það er samkvæmt hamingju-rannsóknum það ár sem fólk er óhamingjusamast á lífsleiðinni. Hún ákvað því að gera það sem hana hefur alltaf dreymt um, gera uppistandssýningu fyrir framan fullan sal af fólki á afmælisdaginn sinn. Draumurinn rættist og seldist upp þannig nú er Sóley er mannauðsráðgjafi Reykjavíkurborgar að fara af stað með aðra sýningu, hún kom til okkar.
Í nýrri tilkynningu frá Háskóla Íslands er því velt upp hvort Ísland geti á næstu tveimur árum orðið fyrsta þjóðin til að ná reykingatíðni undir fimm prósentum sem mörg ríki og stofnanir hafa sett sér sem markmið og nota til að skilgreina þjóð sem reyklausa, Í tilefni þessa er kominn út ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Tómas Guðbjartsson er einn höfunda og upphafsmaður átaksins og hann svararði því í þættinum.
Það er Meme miðvikudagur, þá stólum við á Atla Fannar sem mætti venju samkvæmt og uppfærði okkur um það sem stormar um miðlana, þá aðalega samfélagsmiðlana.
Í dag er alþjóðlegi gigtardagurinn Gigtarfélagið en snemmgreining og vitundarvakning um gigt er grundvallaratriði í farsælli meðferð fólks með gigt. Gigtarfélagið á Íslandi er að taka nýtt húsnæði í notkun á laugardaginn en það mun gjörbylta allri þjónustu við fólk með gigt. En hvað er gigt, og hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem þjást af gigt ? Þær Hrönn Stefánsdóttir og Halldóra Ingvadóttir komu til okkar og ræddu við okkur um gigt og starfsemi félagsins á Íslandi.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni, og sendinefnd en þau eru í opinberri heimsókn, þá fyrstu í hennar embættistíð. Heimsóknin er einnig sú fyrsta sem Friðrik X Danakonungur fær síðan hann tók við embætti. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er í Köben og við hringdum í hann.
Síðan hringdum við í okkar konu Huldu Geirsdóttur sem stödd er í Memphis Tennessee og það í sjálfu Graceland.