Síðdegisútvarpið

Algrímin,foreldraþorpið,handritsskrif og sáttmáli framtíðarinnar

Leiðtogar heimsins samþykktu á mánudag Sáttmála framtíðarinnar en löng hefð er fyrir því tiltekin mál séu kynnt sérstaklega á vegum Sameinuðu þjóðanna og fyrir þeim talað i ýmsu tilliti. Sáttmálinn nær yfir breitt svið svo sem eins og frið og öryggi, sjálfbæra þróun, loftslagsbreytingar og fleira. Á íslandi er til félag Sameinuðu þjóðanna og því stýrir Vala Karen Viðarsdóttir og við frá spurðum hana út í helstu áherslumál fyrir næsta og hlutverki félagsins hér á landi.

Í kvöld verður haldið málþing á vegum Foreldraþorpsins í Safamýrinni um það hvernig við styðum við velferð og öryggi ungmenna í borginni en Foreldraþorpið er samstarfsvettvangur átta grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi Reykjavíkurborgar. Forvarnir og lýðheilsumál eru helstu verkefni hópsins og hefur hann staðið fyrir stórum, sameiginlegum fræðslufundum fyrir foreldra, sent ályktanir og hvatningar til opinberra stofnanna og aðila sem koma forvörnum barna og unglinga. Við ræddum foreldrasamvinnu við fulltrúa Reykjavíkuborgar hana Örnu Hrönn Aradóttur verkefnastjóra forvarna, lýðheilsu og félagsauðs í Norðurmiðstöð og Eyrúnu Helgu Aradóttur foreldri og aðila í Foreldraþorpinu.

Í kvöld verður boðið upp á fyrsta Kveik vetrarins en þar verður vinnumansal til skoðunar og því velt upp hvernig mörg af hjólum atvinnulífsins byggja á vinnuafli sem brotið er á og svo virðist sem fyrirheit stjórnmálamanna um umbætur hafi litlu skilað. Þeir komu til okkr Ingólfur Bjarni Sigfússon og Jóhann Bjarni Kolbeinsson umsjónarmenn Kveiks.

Lærðu þróa hugmyndir þínar yfir í sjónvarps og kvikmyndahandrit. Allt frá hugmyndavinnu, persónusköpun, uppbyggingu og samtöl yfir í fullmótað handrit. Svona hljómar auglýsing fyrir námskeið sem rithöfundurinn og handritshöfundurinn Jón Atli Jónasson ætlar stýra í byrjun október, við heyrðum af þvi í þættinum.

Dreifing og birting efnis á samfélagsmiðlum er meðal annars háð algrímum, reiknireglum sem byggja á notkun annarra sem tilheyra sambærilegum samfélagshópnum og þú og þinni eigin notkun á samfélagsmiðlum. Algrímin lúta lögmálum sem notendur stýra ekki nema takmörkuðu leyti, en hægt er hafa veruleg áhrif á það efni sem birtist á samfélagsmiðlastraumum með því endurstilla samfélagsmiðlanotkunina. Við skoðuðum algrímin í þættinum og fengum ráð hjá Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra hjá Fjölmiðlanefnd.

En við byrjuðum á þessu Álfhildur Leifsdóttir sveitastjórnarmaður í Skagafirði hefur stuggað við kaupmönnum á Sauðárkróki með tillögu um sveitastjórnin laði láverðsverslun á svæðið með ókeypis lóð á nýju athafnasvæði í bænum og hún var á línunni.

Frumflutt

24. sept. 2024

Aðgengilegt til

24. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,