Síðdegisútvarpið

Vísindavefurinn, leitin að heita vatninu og kynjakattasýning

Nýlega bárust fréttir af því Veitur dótturfélag Orkuveitunnar leitaði jarðhita á höfuðborgarsvæðinu og allt er þetta gert til tryggja stöðuga afhendingu á heitu vatni til íbúa og fyrirtækja. Þráinn Friðriksson er auðlindaleiðtogi hitaveitu hjá Orkuveitunni og hann sagði okkur allt um leit heitu vatni sem við notum öll.

Í dag eru 40ár síðan allsherjaverkfall BSRB skall á. Áhrif þess voru mjög víðtæk. Skólar lokuðu, strætisvagnar stoppuðu og RÚV sendi út lítið sem ekkert. Það voru engir samfélagsmiðlar nér netflix til drepa tímann með, ófermndarástand myndi nútíma einstaklingur kalla þetta. Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður starfaði sem fréttamaður hér á RÚV þegar verkfallið skall á. Við heyrðum í Ögmundi.

Vísindavefurinn hlaut á dögunum viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun en vefurinn hefur allt frá árinu 2000 fjallað um allar tegundir vísinda og fræða, allt frá stjörnufræði til handrita og frá sameindalíffræði til sálfræði. Jón Gunnar Þorsteinsson er ritstjóri Vísindavefsins hann kom í síðdegisútvarpið

Síðustu tónleikarnir Vitringanna þriggja fóru í sölu í dag og það þýðir þessir þrír vitru menn ætla halda 25 tónleikar á næstunni og ef við kunnum reikna þá eru það ca 16 þús.manns sem munu hlýða á. En hvað gerir það verkum þeir Eyþór Ingi, Friðrik Ómar og Jogvan Hanssen eru svona til landans við fengum vita það í Síðdegisútvarpinu í tali og tónum.

Við fengum þá félaga sem þjóðin þekkir sem Steinda Jr og Dóra DNA í heimsókn til okkar á eftir. Þeir hafa undanfarið ferðast víða um heiminn saman til þess eins upplifa allt það hallærislegasta, lélegasta og versta sem ferðaiðnaðurinn hefur upp á bjóða. Þættirnir heita Ein Stjarna og verða sýndir á Stöð 2.

Um helgina verða flottustu kettir landsins til sýnis í Reiðhöllinni á alþjóðlegri sýningu Kynjakatta. Thelma Rut Stefánsdóttir er yfirdómþjónn sýningarinnar, hún er á línunni.

Frumflutt

4. okt. 2024

Aðgengilegt til

4. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,