Síðdegisútvarpið

Sidekick health, þörungabylting, svett með Tolla og barnamenning

Högni Elfar Gylfason bóndi á Korná í Skagafirði skrifaði mikla færslu á feisbúkk í tengslum við óveðrið fyrir norðan og viðrar þar meðal annars áhyggjur sínar af því sem kann vera enn úti við í þeim veðurofsa sem gengur yfir norður og norðausturhluta landsins. Við hringjum norður á eftir.

Á málþing Matís „Hvað verður í matinn?“ sem fór fram í Norðurljósasal Hörpu sl. föstudag þar sem matvælarannsóknir voru í brennidepli og framtíð matvælaframleiðslu kom fram áhugavert erindi um kjörskilyrði væru á Íslandi til uppskölunar í stórþörungarækt svo um nokkurs konar þarabyltingu gæti verið ræða, Við fáum til okkar Rósu Jónsdóttur sem er fagstjóri lífefna hjá Matís til segja okkur betur frá.

Sidekick Health er leiðandi fyrirtæki á sviði stafrænna heilbrigðislausna, stofnað af tveimur læknum semvildu leggja sitt mörkum til bæta heilsu fólks um allan heim á aðgengilegan og hagkvæman hátt. Fyrirtækið starfar með mörgum stærstu heilbrigðisfyrirtækjum heims á sviði lífvísinda, lyfjaframleiðslu,

sjúkratrygginga og tækni Nýlega kynnti Sidekick Health góðan árangur af stafrænu stuðningsúrræði fyrir krabbameinsgreinda í Bandaríkjunum og við ætlum heyra af því hvernig við á Íslandi getum tileinkað tæknilausnir fyrirtækissins sem þegar er byrjað á og ræðum við Sæmund Oddsson stofnanda og Dr. Ólöfu K. Bjarnadóttur sérfræðilækni í lyflækningum krabbameina sem er faglegur ráðgjafi úrræðisins.

Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna hefur þungar áhyggjur af stöðu bænda vegna kuldatíðar. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin og Almannavarnir hafa sett saman hóp sem ætlað er meta tjón bænda. Trausti verður á línunni hjá okkur á eftir.

Bein útsending frá skemmtilegustu verðlaunahátíð landsins, þar sem börn verðlauna það sem vel var gert í barnamenningu á Íslandi á söguárinu sem er líða. Agnes Wild sem er yfir barnaefni hjá Ruv kemur til okkar og segir okkur frá.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er mynd af svitahofsathöfn sem boðið var upp á fyrir fanga á Sogni í vikunni. Þorlákur Kristinsson, Tolli, segir slík athöfn hafi einnig farið fram á Kvíabryggju síðasta haust með frábærum árangri en um ræða kraftmikla athöfn sem hreinsi hug og líkama og hjálpar hún einstaklingum tengjast sjálfum sér og öðrum.

Tolli hefur lengi barist fyrir því boðið upp á slíkar meðferðir fyrir þá sem dvelja í fangelsum landsins og hann kemur til okkar í dag og segir okkur betur frá.

Frumflutt

7. júní 2024

Aðgengilegt til

7. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,