Síðdegisútvarpið

24. nóvember

Það er síðdegisútvarpið sem heilsar á föstudegi, 24. nóvember. Í hljóðveri sitja þau Hrafnhildur og Kristján Freyr.

Ef fólk hefur ekki tekið eftir því þá er svartur föstudagur í dag en hann verður vart myrkari heldur en í Góða hirðinum þar sem engin tilboð verða á boðstólum í dag, ekkert stress og engin læti. Heldur verða slökkt ljósin í búðinni og boðið upp á piparkökur og spil. Við heyrum í Frey Eyjólfssyni, verkefnastjóra hjá Góða hirðinum sem myrkur í máli mun spjalla við okkur um neysluhyggju Íslendinga.

Skriðuklaustur í Fljótsdal hlaut á dögunum nýsköpunarviðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar en þar hafa forstöðumenn um árabil lagt áherslu á nýsköpun og nýtt stafrænar lausnir við menningarmiðlun. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður, segir nýjar kynslóðir kalla á nýja miðlun og hann ætlar segja okkur aðeins frá þeirri tækni sem stofnunin hefur tileinkað sér.

þegar aðventan er á næsta leiti koma alls konar verur á kreik. Ævintýri í Jólaskógi, er klukkutíma langt vasaljósaleikhús sem fram fer í Guðmundarlundi í Kópavogi og þar kynnast áhorfendur ýmsum persónum úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þeim Grýlu, Leppalúða, jólasveinunum og tröllasystkinum þeirra. Anna Bergljót Thorarensen segir okkur meira frá vasaljósaleikhúsinu.

?Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag? er nafn á átaki á vegum Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði og gengur það út á auka vitund fólks um hvernig innflytjendur læra íslensku með aðstoð nærsamfélagsins. Verkefnið hlaut í Evrópumerkið sem er viðurkenning fyrir nýsköpun í tungumálakennslu og við hlerum verkefnastjórann Ólaf Guðstein Kristjánsson um átakið.

Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona hefur í gegnum árin farið með fjölmörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur og leikur hún aðalhlutverkið í leiksýningunni Með Guð í vasanum en sýningin fjallar um Ástu og samferðafólk hennar - lífs og liðið og baráttu mannsandans við sleppa tökunum. Katla er föstudagsgestur okkar.

Hús­næðisstuðning­ur við Grind­vík­inga var kynnt­ur á blaðamanna­fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherra­bú­staðnum í morgun en til mæta hús­næðisþörf­inni á m.a. kaupa allt 210 nýj­ar íbúðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er nýkomin frá Grindavík og er í símanum.

Frumflutt

24. nóv. 2023

Aðgengilegt til

23. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,