Síðdegisútvarpið

Smálán, leikskólamál, veiðikortið og Gurrý í garðinum

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í gær 1.600 barnavettlingum fyrir í ráðuhúsinu en sviparður fjöldi barna bíður eftir leikskólapláss og sagði oddviti flokksins uppátækið væri ekki síst til minna á leikskólavandann. Einar Þorsteinsson borgarstjóri gaf ekki mikið fyrir gjörninginn og sagði þarna væri verið kvelja foreldra í Reykjavík með popúlisma og róa á kvíða barnafólks sem bíða í miðju innritunarferli eftir úthlutað plássi. Stjórn félags leikskólakennara sendi svo í kjölfarið frá sér ályktun vegna frétta af málinu þar sem félagið tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru skyndilausnir sem engu skila. En hvað þarf gera til eyða biðlistum og leysa leiskólavandann ? Á línunni hjá okkur á eftir verður Sigurður Sigurjónsson formaður félags stjórnenda leiksskóla.

Í september árið 2012 fóru Ingibjörg Rósa og elsta systir hennar í viðtal í Kastljósi og skýrðu frá þeim vítahring smálána sem fárveik systir þeirra var þá komin í. Í gær var umfjöllunarefni Kveiks skyndilánalausnir, en skyndilánaskuldir eru sliga stækkandi hóp í samfélaginu og margir lenda í vanda vegna þeirra. Staðan hefur því ekki batnað frá því Ingibjörg Rósa og systir hennar vöktu athygli á þessu á sínum tíma, bara versnað ef eitthvað er. Ingibjörg Rósa ætlar koma til okkar og segja okkur sína sögu og við fáum heyra viðbrögð hennar við þættinum í gær.

Hefð er fyrir því í Hafnarfirði kveðja veturinn með stæl og taka fagnandi á móti sumri. Hafnarfjarðarbær í samstarfi við samfélagið og fjölda annarra kveður veturinn í dag og kvöld og fagnar svo sumri með sumarhátíð á morgun á sjálfan Sumardaginn fyrsta! Við ætlum setja okkur í samband við Hafnarfjörð á eftir og heyra í Henný Marríu Frímannsdóttur sem ætlar segja okkur betur frá dagskránni og stemningunni í firðinum.

venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á morgun sumardaginn fyrsta en sumarið byrjar í garðskálanum og gróðurhúsunum þar sem gróðurinn blómstrar og fyrsta uppskeran af fersku grænmeti er tilbúin. Guðríður Helgadóttir eða Gurry í garðinum er á fullu í undirbúa eins og flest starfsfólk og nemendur í Garðyrkjuskólanum og við heyrum i henni í lok þáttar.

Við ætlum starta sumrinu með því fjalla um veiðikortið sem valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt veiða nær ótakmarkað í 36 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Ingimundur Bergsson höfundur og upphafsmaður Veiðikortsins kemur til okkar á eftir.

Andrésarleikarnir stærsta skíðamót landsins verður haldið á Akureyri frá fimmtudegi til laugardags en setning fer fram í kvöld. Búist er við miklum fjölda keppenda í Hlíðarfjall og aðstæður eru eins og best gerist. Við erum komin í samband norður og þar er Gísli Einar Árnason sem á sæti í undirbúningsnefnd leikanna.

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

24. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,