Síðdegisútvarpið

Krabbameinum fjölgar um tugi prósenta út öldina, bílastæðamál og vatnslögn til Eyja

Svo virðist sem íbúar í miðborginni þurfi núna greiða stöðumælagjald fyrir einkastæðið sitt eins og fjölskylda Önnu Ringstead fékk reyna á dögunum samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins. Bíla­stæðagjöld í miðbæn­um hækkuðu um 40% í októ­ber á síðasta ári og sitt sýnist hverjum það farið seilast í einkastæðin.

Við heyrum í Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn og formanni Umhverfis- og skipulagsráðs sem ætlar útskýra þetta allt saman fyrir okkur.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/02/01/sektud_fyrir_ad_leggja_i_einkastaedi_sinu/?fbclid=IwAR3rMdYlCenwNH6rwHT_gZyctaaOvWbQWvi-xGP47g2f2z_FsyRqlwH5jkg

Og ef þið hélduð asahlákan væri óþolandi, þá spáir Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) fjöldi nýrra krabba­meinstil­fella fari yfir 35 millj­ón­ir árið 2050, en það er 77% fjölg­un miðað við til­felli fyr­ir árið 2022. Ísland sleppur auðvitað ekkert við þessa þróun en Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður rannsóknar og þróunarseturs Krabbameinsfélagsins, ætlar ræða við okkur um þennan skelfilega vágest.

Þá er hart deilt um skemmda vatnslögn í Vestmannaeyjum, en HS Veitur vilja Vestmannaeyjabær leysi til sín hálf ónýta lögn sem skemmdist fyrr í vetur. Við ræðum við Írísi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja um þetta flókna mál.

Minningarsjóður Svavars Péturs var stofnaður með það leiðarljósi halda minningu einstaks listamanns á lofti en Svavar Pétur lést í september árið 2022. er búið opna fyrir umsóknir sjóðnum og Berglind Haesler segir okkur allt um það hvaða reglur gilda um umsækjendur og hverjir koma til greina.

Haraldur Sveinbjörnsson tónskáld sem gengur undir listamannsnafninu Red Barnett ætlar halda tónleika í Bæjarbíói þann 8. feb. nk. Þetta eru síðbúnir útgáfutónleikar plötu sem kom út í Covid og ekkert var hægt gera og á bæta úr því. Við ætlum ræða við vini Halla, þá Finn Beck og Hannes Friðbjarnarson, en þeir stofnuðu hljómsveit með honum árið 1986 í Kársnesskóla í Kópavogi og eru enn að.

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

31. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,