Síðdegisútvarpið

Hjörvar Hafliðason Dr. Football í Ölsen,lögreglumenn felldu kjarasamning, brúðkaupstískan og Brákarhátíð

Á morgun hefjast 16 liða úrslit á EM í knattspyrnu og við ætlum heyra í Hjörvari Hafliðasyni Doktor Football sem staddur er í Þýsklandi en fyrr í dag heimsótti hann bæinn Ölsen. Við tökum stöðuna á Hjörvari á eftir.

Svo eru það kjaramálin, en lögreglumenn felldu nýjan kjarasamning með miklum meirihluta. Kemur það á hæla nýju frumvarpi á þingi þar sem lögð var áhersla á hóflegar launahækkanir meðal háttsettra opinberra starfsmanna til draga úr verðbólgu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna kíkir á okkur og segir okkur betur frá.

Helvítis kokkurinn hann Ívar gefur okkur sumarlega uppskrift á eftir.

Camilla Rut fer yfir allt það helsta í brúðkaupstískunni og Hafþór Gunnarsson segir okkur frá Brákarhátíð í Borgarnesi.

Frumflutt

28. júní 2024

Aðgengilegt til

28. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,