Síðdegisútvarpið

Belgískur bjór, Íslenskar kjaraviðræður og Akureyskir einbúar

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel er á línunni og segir okkur frá því helsta sem er gerast í Evrópu. Og í þetta skiptið er það víst belgískur bjór sem trompar allt annað.

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar verður á línunni en Reykjanesbær hefur þurft mæta erfiðum áskorunum á síðustu dögum eins og alþjóð veit. Heitt vatn er komið á, en hvað svo?

Trúnaðarráð VR hefur veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða, sem sagt, fara í verkfall. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson kemur til okkar en róðurinn er tekinn þyngjast verulega í kjaramálunum. Við ætlum athuga með næstu skref í þessu risamáli.

Á annað hundrað manns úr umhverfisverndarhreyfingunni um land allt sóttu samstöðufund Landverndar í Miðgarði, menningarmiðstöð Reykjavíkur í Úlfarsárdal um helgina. Megin niðurstöður fundarins voru teknar saman í ályktun í lokin. Náttúruverndarsamtök sem starfa á Íslandi vilja náttúran fái sterkara umboð í samfélaginu. Nauðsynlegt er stofna embætti umboðsmanns náttúrunnar. Samtökin telja líka sami ráðherra eigi ekki fara með umhverfis- og orkumál heldur eigi hafa öflugan ráðherra sem hafi umhverfisvernd leiðarljósi í öllu sínu starfi.

Akureyskir einbúar hittast í kaffi og með því. En Hildur Eir, sóknarprestur á Akureyri, útskýrir þetta fyrir okkur.

Efnahags- og fjármálaráðherra hefur gert kröfu fyrir hönd ís­lenska rík­is­ins um þjóðlend­ur á svæði 12 sem nefn­ist „eyj­ar og sker“ og er hluti af vinnu og fram­kvæmd óbyggðanefnd­ar frá alda­mót­um sem bund­in er í lög. Fleiri svæði eru undir, meðal annars hluti af Grímsey. Sigmar Aron Ómarsson framkvæmdastjóri óbyggðanefndar ætlar útskýra fyrir okkur um hvað málið snýst.

Frumflutt

14. feb. 2024

Aðgengilegt til

13. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,