Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel er á línunni og segir okkur frá því helsta sem er að gerast í Evrópu. Og í þetta skiptið er það víst belgískur bjór sem trompar allt annað.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar verður á línunni en Reykjanesbær hefur þurft að mæta erfiðum áskorunum á síðustu dögum eins og alþjóð veit. Heitt vatn er komið á, en hvað svo?
Trúnaðarráð VR hefur veitt samninganefnd VR heimild til aðgerða, sem sagt, að fara í verkfall. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson kemur til okkar en róðurinn er tekinn að þyngjast verulega í kjaramálunum. Við ætlum að athuga með næstu skref í þessu risamáli.
Á annað hundrað manns úr umhverfisverndarhreyfingunni um land allt sóttu samstöðufund Landverndar í Miðgarði, menningarmiðstöð Reykjavíkur í Úlfarsárdal um helgina. Megin niðurstöður fundarins voru teknar saman í ályktun í lokin. Náttúruverndarsamtök sem starfa á Íslandi vilja að náttúran fái sterkara umboð í samfélaginu. Nauðsynlegt er að stofna embætti umboðsmanns náttúrunnar. Samtökin telja líka að sami ráðherra eigi ekki að fara með umhverfis- og orkumál heldur eigi að hafa öflugan ráðherra sem hafi umhverfisvernd að leiðarljósi í öllu sínu starfi.
Akureyskir einbúar hittast í kaffi og með því. En Hildur Eir, sóknarprestur á Akureyri, útskýrir þetta fyrir okkur.
Efnahags- og fjármálaráðherra hefur gert kröfu fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og er hluti af vinnu og framkvæmd óbyggðanefndar frá aldamótum sem bundin er í lög. Fleiri svæði eru undir, meðal annars hluti af Grímsey. Sigmar Aron Ómarsson framkvæmdastjóri óbyggðanefndar ætlar að útskýra fyrir okkur um hvað málið snýst.