Síðdegisútvarpið

Starfsstjórn tekur við, Kveikur og Frímann lífskúnstner

Um 200 manns sóttu samstöðufund félags um verndun fjarðar gegn áformum um fiskeldi í Seyðisfirði sem haldinn var í Herðubreið á laugardagskvöld. Félagið var stofnað í byrjun árs 2021 til berjast gegn áformum um fiskeldi í Seyðisfirði en Kaldvík hefur þar sótt um leyfi til ala allt 10.000 tonn af laxi á þremur eldissvæðum.Formaður félagsins er Benedikta Guðrún Svavarsdóttir og við heyrðum í henni í þættinum.

Við heyrðum af því dæmi séu um sjálfstæðingar séu hvetja skjólstæðinga sína til skella sér í bíó á myndina Elskling sem sýnd er í Bíó Paradís. Kvikmyndin er um Maríu konu sem á í erfiðleikum með takast á við krefjandi feril, heimilishald og ummönnun fjögurra barna á meðan maðurinn hennar Sigmund er frjálsari við og ferðast mikið. En hvers vegna eru sálfræðingar mæla með þessari mynd og hvernig getur hún hjálpað fólki sem er takast á við svipaðar aðstæður í raunveruleikanum. Björg Vigfúsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka kom til okkar.

Í kvöld frumsýnir sviðslistaakórinn Viðlag glænýjan glymskrattasöngleik í Tjarnarbíó Um er ræða Söngleikja sviðslistakórinn Viðlag sem var stofnaður 2021. Viðlag hefur í gegnum árin getið sér gott orð sem glæsileg viðbót við kór- og sviðslistamenningu á Íslandi. Þau hafa sett á svið nýja söngleiki og kórtónleika og byggja á hinni amerísku Glee klúbba hefð; þar sem söngur, leikur og dans eru í fyrirrúmi til segja fallegar og fjölbreyttar sögur. Þeir Bjartmar þórðarson og Arnar Hauksson leikarar úr sýningunni komu til okkar.

Við slóum á þráðinn til Frímanns Gunnarssonar lífskúnstners uppúr klukkan fimm í dag en okkur skylst hann túra um landið og leiðbeina fólki í því hvernig það getur fundið hamingjuna.

Við ætlum heyra hvað boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir kemur til okkar og sagði okkur frá.

En við byrjuðum á þessu: hasarinn í pólitíkinni síðustu daga hefur ekki farið framhjá nokkrum manni og til okkar er mættur Valur Grettisson sem hefur fylgst með þróun mála í dag.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

15. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,