Síðdegisútvarpið

Menningar og barnamálaráðherra,borgarstjóri ba ritgerð um unga sjálfstæðismenn og MEME

Of­beldi meðal barna, þar sem börn eru gerend­ur, er stór­aukast í allri töl­fræði sögn Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, mennta- og barna­málaráðherra, við ætlum vera með Ásmund Einar kemur til okkur á eftir.

Borgarstjóri Reykjavíkur kynnti í gær áætlanir um uppbyggingu á fimm hundruð húsum í Grafarvogi á næstu árum. Stefnt er á þétta úthverfi borgarinnar á næstu árum í húsnæðisátaki borgarinnar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kemur til okkar strax loknum fimm fréttum og fer yfir þessi áform með okkur

Og eins og alltaf á miðvikudögum förum við í MEME vikunnar.

"Ef ég væri ein­mana myndi ég ganga í Sjálf­­stæðis­­flokkinn" er titill BA ritgerðar Elínborgar Unu Einarsdóttur í sviðslistum í Listaháskóla Íslands, en hennar sögn kjarna þessi orð niðurstöður ritgerðarinnar sem fjallar um unga Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Elínborg rannsakaði þá með sviðslistagleraugunum og hún ætlar koma til okkar á eftir og segja okkur frá ritgerðinni, umfjöllunarefninu og niðurstöðum.

Síðasti dagur Vísindaskóla unga fólksins er í dag í Háskólanum á Akureyri. Markmið Vísindaskólans er bjóða ungmennum 11 til 13 ára upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. En hvað hafa krakkarnir verið gera á línunni hjá okkur verður Sigrún Stefánsdóttir skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins og hún veit allt um málið.

Nokkur óánægja hefur verið með áform Isavia um hefja myndavélagjaldtöku á bílastæðum við innanlandsflugvelli og hafa bílaleigur bæst í hóp þeirra sem mótmæla gjaldtökunni. Á línunni hjá okkur er Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar.

Frumflutt

27. júní 2024

Aðgengilegt til

27. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,