Ímyndið ykkur að vera í þeirri stöðu að mega ekki fara heim. Horfa upp á húsið sitt brenna í beinni útsendingu, húsið sem þú skapaðir minningar með fjölskyldunni þinni eða sem þú ætlaðir að skapa fallegar minningar með fjölskyldunni þinni. Þetta er ein af fjölmörgum færslum á samfélagsmiðlum sem birtust í kjölfar eldgossins sem hófst í gærmorgun við Grindavík. Það er erfitt fyrir okkur hin að setja okkur í spor þeirra sem þarna búa og eiga allt sitt undir. Kristín María Birgisdóttir er upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar við heyrum í henni hér eftir smá stund.
Guðrún Sóley Gestsdóttir dagskrárgerðarkona hefur verið á ferð í Grindavík í dag og hún talaði þar við Hafþór Örn Kristófersson úr Björgunarsveit Suðurnesja og við fáum að heyra það hér á eftir.
Tugir þúsunda komu saman í miðborg Kaupmannahafnar í gær til að hylla nýjan konung, Friðrik tíunda. Konungurinn sagðist taka við embættinu með þakklæti og gleði í hjarta. Sú sem veit allt um málið og fylgdist vel með heitir Birta Björnsdóttir og hún er fréttamaður hér á RÚV, við ætlum að fá Birtu til okkar á eftir til að fara yfir þetta með okkur.
Refurinn Jarl hefur slegið í gegn í EM stofunni hér á RÚV, en Jarl hefur verið spannspár um leiki Íslands á EM í handbolta hingað til. Hann spaír fyrir um alla leiki Íslands á mótiu og hann er búsettur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík. Við ætlum að forvitnast betur um Jarl og sú sem veit allt um hann heitir Unnur Sigurþórsdóttir en hún sér um fræðslu og kynningarmál fyrir Fjölskyldu og húsdýragarðinn.
Færeyingar sem eru á sínu fyrsta stórmóti í handbolta eiga enn möguleika á komast í milliriðla á EM karla í Þýskalandi en það ræðst í kvöld. Færeyingar mæta Pólverjum klukkan fimm og Norðmenn mæta svo slóvenum klukkan 19:30 og eru báðir leikirnir sýndi beint á RÚV 2.
Stemningin meðal Færeyinga hefur verið góð á mótinu og stemningin í Færeyjum hefur eflaust líka verið mjög mikil. Við ætlum að hringja í Jógvan Hansen á eftir en hann er kom heim frá Færeyjum í dag en þar hefur hann dvalið síðustu þrjár vikurnar og spyrja hann út í hvort færeyingar séu ekki að missa sig úr spenningi fyrir leiknum á eftir.
Í upphafi árs 2023 var mikið um að vera á Dalvík en þá var Hafnarbrautinni breytt í leikmynd, þar og víðar annarstaðar í bænum var hluti af þáttunum Night Country sem er fjórða þáttaröðin í sakamálaþáttunum True Detective tekin upp. Í kvöld verður fyrsti þátturinn af sex sýndur á Stöð 2 og það ríkir mikil spenna ekki síst á Dalvík en Júlíus Júlíusson skrifar um þetta á vefnum sínum Julli.is við heyrum í honum.
Heitavatnslaust hefur verið í Grindavík síðan í gær þegar að hraun flæddi yfir heitavatnslögn bæjarins en hvað þýðir þetta fyrir lagnakerfi húsa í bænum og hversu mikil hætta er á að lagnir frostspringi við þessar aðstæður ? Á línunni hjá okkur er Böðvar Ingi Guðbjartsson pípulagningameistari og formaður félags pípulagningameistara.