Síðdegisútvarpið

Arnar Þór á Grillinu, netsala áfengis, Valsmenn í Grikklandi og brimbrettakappar stíga ölduna.

Síðasti leikur karlaliðs Vals í handbolta á þessari leiktíð er á morgun. Þá mætir liðið Olympiacos í Grikklandi í seinni leik liðanna í úrslitum Evrópubikarsins. Grikkirnir sóttu Valsmenn heim á Hlíðarenda um síðustu helgi þar sem Valur hafði betur með fjórum mörkum. RÚV sýnir sjálfssögðu beint frá leiknum á morgun klukkan 17:00. Valsmenn komu til Aþenu í gær og þeirra á meðal er Vignir Stefánsson hornamaður sem var á línunni og sagði okkur hver staðan á liðinu væri og hitaði upp fyrir leikinn.

Síðdegisútvarpið heldur áfram bjóða forsetaframbjóðendum í heimsókn og sem við ætlum grilla með þessu sinni er Arnar Þór Jónsson sem mætir galvaskur til okkar í góða veðrinu og við byrjum bleyta í kolunum hér rétt fyrir fimm-fréttir.

Aldan okkar allra er yfirskrift herferðar Brimbrettafélags Íslands sem undirstrikar mikilvægi þess berjast fyrir framtíð brimbrettamenningar á Íslandi. Félagið hefur átt sér bækistöð við strendur Þorlákshafnar þar sem besta aldan á landinu til brimbrettaiðkunar leynist. er svæðið í hættu sökum framkvæmda og þeir Oliver Hilmarsson og Egill Örn Bjarnason mæta til okkar og stíga væntanlega ölduna.

Hag­kaup opnar net­versl­un með áfengi í næsta mánuði. Samkvæmt Sigurði Reynaldssyni framkvæmdastjóra Hagkaups hafði ætlunin verið bíða átekta og skýrari ramma frá stjórnvöldum varðandi þessa starfsemi en rammi hafi aldrei komið. Hagkaup bætist þar með í hóp fjölmarga fyrirtækja sem selja áfengi á netinu. Áfengi og sala þess hefur verið vinsælt umræðuefni á þingi frá byrjun síðustu aldar og er Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins einn þeirra sem hefur áður lagt til breytingar á lögum sem myndu heimila fleirum en ÁTVR sjá um smásölu áfengis.

Frumflutt

24. maí 2024

Aðgengilegt til

24. maí 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,