Síðdegisútvarpið

Kommablót,Kveikur,Giggó og blikur á lofti í ferðaþjónustu

Í viðtali við aðila í ferðaþjónustu á Vísi í dag kom fram vísbendingar væru um ferðamynstur breytast og ferðmenn sem komi til landsins muni dvelja skemur og eyða minna en þeir gerðu á árunum 2022 og 2023. Eins er efi uppi um vöxtur í fjölda ferðamanna verði ekki í ár líkt og á árum áður. Það er þvert á opinberar spár. Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og hann ætlar fara yfir stöðuna með okkur.

Ákveðið hefur verið seinka upphafi skóladags unglinga í Reykjavík frá og með næsta hausti og byrja skóladaginn kl. 9:10. Tilraunaverkefni fór í gang í Vogaskóla haustið 2022 og virðist hafa gengið vel - Snædis Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla ssagði okkur betur frá hvaða áhrif þessi breyting hafði á unglingana þar á bæ.

Nýtt app hefur verið sett í loftið en það nefnist Giggó. Appið á hjálpa gigg-samfélaginu eflast og dafna. Meðal þess sem appið býður upp á er þar geta einstaklingar og fyrirtæki sett inn auglýsingar um verkefni sem þarf vinna og giggarar boðið sig fram í verkið. sem allt veit um Giggó heitir Anna Kartín Halldórsdóttir og hún kom í Síðdegisútvarpið.

Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 1.–3. febrúar 2024 og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í skapa einstaka stemningu í borginni. Aðalheiður Sveinsdóttir er verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og hún sagði okkur betur frá vetrarhátíðinni.

Í Kveiksþætti kvöldsins verður fjallað um fangelsismál á Íslandi og í lýsingu þáttar er talað um fjársvelt og vanrækt kerfi. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Ingvar Haukur Guðmundsson komu til okkar á eftir og sögðu okkur betur frá þættinum í kvöld.

Þorrinn hófst á bóndadegi síðasta föstudag og hófst þá vertíð þorrablótanna. Ýmis átthagafélög úti á landi undirbúa það blóta þorra sem og fjölmörg íþróttafélög sem meðal annars hafa staðið fyrir mjög fjölmennum þorrablótum hér syðra. En í Neskaupstað austur á fjörðum stendur undirbúningur fyrir „Kommablót“ yfir. Þau eru varla mörg kommablótin og hafi einhver haldið dagar Kommablótsins í Neskaupstað væru taldir verður hinn sami eða sama éta það snarlega ofan í sig segir í frétt um blótið en algjör metsala er á þetta sérstaka blót sem fram fer um helgina í 58. skiptið. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir er formaður kommablótsnefndar og við spjölluðum við hana.

Frumflutt

30. jan. 2024

Aðgengilegt til

29. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,