Við fengum til okkar rithöfundinn og lögfræðinginn Ragnar Jónasson í lauflétt föstudagsspjall.
Við ætlum að ræddum einmanaleika í þættinum við Lindu Baldvinsdóttur samskiptaráðgjafa og markþjálfa og Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttir, hjúkrunarfræðing og höfundur bókarinnar Einmana.
Hvað eiga Ari Eldjárn, Björn Bragi, Saga Garðarsdóttir, Dóri DNA, Jón Jónsson, Jóhann Alfreð og Emmsjé Gauti sameiginlegt? Þau eru öll partur af uppistandinu Púðursykur og flest af þeim eru hluti af vinsælum sjónvarpsþáttum semsagt risa dæmi. Björn Bragi mætti til okkar og sagði okkur betur frá.
Dögg Þrastardóttir forstöðumaður meðferðarheimilisins Lækjarbakka á Rangárvöllum leitar logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina en meðferðarheimilið á Lækjarbakka er fyrir fjórtán til átján ára unglinga með alvarlegan hegðunarvanda og Dögg var á línunni hjá okkur.
Byggðarsafn Skagfirðinga fékk í ár verðlaunin Awards of Exellence 2023 og eins og nafnið gefur til kynna þá gerist það varla mikið betra. Það er ferðaskrifstofan CIE Tours sem veitir verlaunin og sú sem tók á móti þeim fyrir hönd safnsins er Bergling Þorsteinsdóttir, og við heyrðum í henni.
Ríkisútvarpið hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári. „Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá RÚV. Þátttaka Íslands í ár var umdeilt og sitt sýndist hverjum. Einn af þeim sem hefur tjáð sig töluvert um þessi mál er Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður og hann var á línunni hjá okkur.