Síðdegisútvarpið

Laufskálarétt, Jón Gnarr og Þórður Snær í stjórnmálin, Páll Óskar og Nikótínpúðar

Þeim fjölgar einstaklingunum sem skráð hafa sig á lista stjórnmálaflokka fyrir næstu kosningar. Tveir þeirra komu til okkar í dag þeir Jón Gnarr sem hyggst vinna fyrir Viðreisn og Þórður Snær Júlíusson sem tilkynnti í morgun hann hefði gengið til liðs við Samfylkinguna.

Í dag birtist aðsend grein á Vísi undir yfirskritinni: Þegar Joe Camel varð jafngóður vinur barnanna og Mikki mús, en Joe Camel þessi var teiknimyndafígúra úr smiðju samnefndra sígarettna, fígúra sem var notuð í auglýsingaherferðum á áttunda, níunda og tíunda áratugnum og er talinn hafa átt sinn þátt í snúa við dvínandi sölu á Camel sígarettum. Í greininni á Vísi fjallar Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður um mikilvægi þess stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Eyrú kom til okkar í þáttinn og ræddi þessi mál.

Grín í barnabókum er yfirskrift ráðstefnu um barna-og unglingabækur sem haldin verður í fordyri Salarins í Kópavogi á morgun laugardag. Þar munu flytja erindi rithöfundarnir Eygló Jónsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Bjarni Fritzson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Við fengum smá forsmekk af því sem koma skal í Salnum en Lóa Hjálmtýsdóttir mætti til okkar,

Föstudagsgestur okkar þessu sinni er enginn annar en Páll Óskar.

Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin á morgun en lagt verður af stað frá áningarhólfi hestamanna við Sleitustaði. Um kvöldið verður svo Laufskálaréttarballið en það er haldið í reiðhöllinni á Svaðastöðum. Þetta er án efa hápunktur ársins í Skagafirði - við hringjum norður og heyrðum í Viggó Jónssyni sem sagði okkur allt af stemningunni.

Frumflutt

27. sept. 2024

Aðgengilegt til

27. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,