Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður leigjendasamtakanna kemur til okkar á eftir en fyrirtæki sem er leiðandi í þjónustu og tryggingarekstri fyrir leigufélög og leigusala í Bretlandi framkvæmdi rannsókn á skammtímaleigumarkaði í höfuðborgum aðildaríkja OECD. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar kemur í ljós að það er ábatasamast að fjárfesta í íbúðahúsnæði til heimagistingar á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík. Við ætlum að ræða þetta við Guðmund Hrafn á eftir, einnig eignarhald á húsnæðismarkaði og kaup lífeyrissjóðanna á leigufélaginu Heimstaden sem Guðmundur kallar braskvæðingu á íslenskum húsnæðismarkaði.
Ferðamálastofa hvetur ferðaþjónustuaðila til að senda stofnuninni ábendingar um aðila sem mögulega eru að starfa án tilskilinna leyfa. Allar slíkar ábendingar eru teknar alvarlega, samband haft við viðkomandi og gripið til viðeigandi aðgerða. Við ætlum að ræða við Helenu Karlsdóttur forstöðumann stjórnsýslusviðs Ferðamálastofu
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá á ný frá og með mánudeginum í næstu viku. Við ætlum að freista þess að ná af Kolbeini Tuma Daðasyni á eftir til að ræða þessar gleðifréttir.
Um helgina verður vor - matarmarkaður Íslands haldin í Hörpu. Opið frá kl. 11:00 til 17:00 báða daga og frítt inn. Þarna koma matvælaframleiðendur Íslands saman með sætt, seigt og safaríkt og bjóða fólki upp á smakk og sýningu. Einkunarorð Matarmarkaðar Íslands eru upplifun, uppruni og umhyggja. Þau koma til okkar Hlédís Sveinsdóttir og Björn frá Salverki og segja okkur betur frá því sem í vændum er.
Við fáum til okkar tvo nema úr Verslunarskóla Íslands á eftir þá Þengil Orrason og Tómas Berg Þórðarson en þeir eru í frumkvöðlafræði í skólanum þar sem þeir eiga að stofna fyrirtæki og koma vöru í sölu á nokkrum mánuðum. Við ætlum að forvitnast um áfangann og fá að heyra hvaða vöru þeir félagar ásamt fleirum eru að þróa en okkur skylst að varan tengist tannheilsu.
Í gær ræddum við við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Eyþóri Harðarsyni sem hafði áhyggjur af kostnaði og gerð listaverks eftir Ólaf Elíasson sem til stendur að reisa í Vestmannaeyjum og verður skírskotun í eldgosið í Vestmannaeyjum. Áður hafði Morgunblaðið greint frá því að listaverkið, sem átti að kosta 120 milljónir króna, verði líklega dýrara auk þess sem til standi að leggja göngustíg í gegnum Eldfell en slikt hraun er friðað. Bæjarstjórnin í eyjum fundaði í gær og forseti bæjarstjórnar Páll Magnússon verður á línunni hjá okkur á eftir en málið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær og við fáum að vita hvað þar kom fram.